Liverpool tilbúið að reyna við Rodrygo ef Salah fer - Everton horfir til Sarri - Man Utd mun reyna aftur við Branthwaite
   fim 26. september 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sergio Rico verður liðsfélagi Arons Einars
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Katarska félagið Al-Gharafa krækti í Aron Einar Gunnarsson á dögunum og er að bæta öflugum markverði við leikmannahópinn sinn.

Spænski markvörðurinn Sergio Rico er á leið til félagsins úr röðum Paris Saint-Germain þar sem hann hefur verið varamarkvörður fyrir Gianluigi Donnarumma undanfarin ár.

Rico er 31 árs gamall og hefur spilað fyrir Sevilla, Fulham og Mallorca á ferlinum, auk PSG. Hann var mikið í fréttunum fyrir ári síðan þegar hann fór í dá eftir að hafa dottið af hestbaki og fengið spark í hausinn.

Hjá Al-Gharafa mun Aron Einar einnig leika með spænsku framherjunum Joselu og Rodrigo Moreno.

Al-Gharafa er í fjórða sæti katörsku deildarinnar sem stendur, með 8 stig eftir 5 fyrstu umferðirnar á nýju tímabili.

Luis Alberto og félagar í liði Al-Duhail tróna á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir 5 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner