Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
   fös 27. september 2024 23:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Milan gekk frá Lecce á fimm mínútna kafla
Rafael Leao og Theo Hernandez
Rafael Leao og Theo Hernandez
Mynd: EPA

Milan 3 - 0 Lecce
1-0 Alvaro Morata ('38 )
2-0 Theo Hernandez ('41 )
3-0 Christian Pulisic ('43 )
Rautt spjald: Davide Bartesaghi, Milan ('80)


Milan vann öruggan sigur á Lecce í ítölsku deildinni í kvöld en Þórir Jóhann Helgason var ekki í leikmannahópi Lecce en hann hefur ekkert komið við sögu á þessari leiktíð.

Milan gerði út um leikinn á fimm mínútna kafla í fyrri hálfleik en Alvaro Morata braut ísinn þegar hann skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Theo Hernandez.

Hernandez var aftur á ferðinni þremur mínútum síðar þegar Rafael Leao átti sendingu inn á teiginn og Hernandez skoraði með föstu skoti á nærhornið.

Christian Pulisic gerði svo út um leikinn áður en flautað var til hálfleiks.

Milan var manni færri síðustu mínúturnar þar sem Davide Bartesaghi var rekinn af velli fyrir að fara í harkalega tæklingu á Lameck Banda leikmann Lecce.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Milan 6 3 2 1 14 7 +7 11
2 Torino 5 3 2 0 8 5 +3 11
3 Napoli 5 3 1 1 9 4 +5 10
4 Udinese 5 3 1 1 7 7 0 10
5 Juventus 5 2 3 0 6 0 +6 9
6 Empoli 5 2 3 0 5 2 +3 9
7 Inter 5 2 2 1 10 5 +5 8
8 Lazio 5 2 1 2 9 8 +1 7
9 Roma 5 1 3 1 5 3 +2 6
10 Verona 5 2 0 3 8 8 0 6
11 Fiorentina 5 1 3 1 7 7 0 6
12 Atalanta 5 2 0 3 10 11 -1 6
13 Bologna 5 1 3 1 6 8 -2 6
14 Parma 5 1 2 2 8 9 -1 5
15 Como 5 1 2 2 6 9 -3 5
16 Genoa 5 1 2 2 4 7 -3 5
17 Lecce 6 1 2 3 3 11 -8 5
18 Venezia 5 1 1 3 3 8 -5 4
19 Monza 5 0 3 2 4 6 -2 3
20 Cagliari 5 0 2 3 1 8 -7 2
Athugasemdir
banner
banner
banner