Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
banner
   mið 25. september 2024 22:50
Sölvi Haraldsson
Arnar Gunnlaugs: Mjög skrítið að fjölmiðlar tali ekki um þessi atvik
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar ræðir við Sölva eftir úrslitaleikinn.
Arnar ræðir við Sölva eftir úrslitaleikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Helgi skoraði tvö í dag.
Helgi skoraði tvö í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég er virkilega ánægður. Við vorum orkumiklir í kvöld. Mér fannst FH-ingar líka bjóða okkur upp á virkilega skemmtilegan dans. Við náðum að opna þá mjög vel og ég var svekktur að vera bara 1-0 yfir í hálfleik. En við kláruðum þetta vel í seinni hálfleik. 3-0 og virkilega ánægður með leikinn eftir vonbrigðin á laugardaginn.“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavík, eftir 3-0 sigur á FH í kvöld.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  0 FH

Ótrúlegur drengurinn

Helgi Guðjóns hefur núna skorað í öllum leikjum sínum gegn FH í sumar en hann skoraði tvö mörk í dag.

Hann er ótrúlegur drengurinn. Við létum hann spila sem níu núna. Hann náði að nýta sér glufurnar og svo var hann mættur á kantinn í lokin, kominn á fjær og skoraði með skalla eins og hann á að gera. Hann er ótrúlegur drengurinn.

Það var ljúft fyrir Arnar að sjá Viktor Örlyg skora úr aukaspyrnu undir lok leiks og klára þetta fyrir Víkinga.

Ég var með fína sjónlínu í þá aukaspyrnu og það var virkilega vel afgreitt hjá honum. Við höfum ekki fengið margar aukaspyrnur úr þessum færum og við erum með góða spyrnumenn í aukaspyrnum rétt fyrir utan teig. Það var gott að sjá fyrirliðann loka leikinn með góðu marki.

Skrítin umræða eftir bikarúrslitaleikinn

Víkingur tapaði fyrir KA í bikarúrslitum á laugardaginn síðasta. Sér Arnar eitthvað eftir liðsvalinu í bikarúrslitaleiknum gegn KA?

Það er gott að vera vitur eftir á. Hugmyndin var að þegar Niko (Hansen) dettur út vantar smá físík í liðið. Þetta er allt annað lið þegar Niko, Matti, Pablo og Davíð Atla og sterkir karakterar eru ekki með þurfum við að breyta aðeins.

Arnar segir þá að leikurinn hafi ekki verið eins slæmur og menn tala um og honum finnst að fjölmiðlar og podköst ekki tala nógu mikið um atvik sem féllu með KA í fyrri hálfleiknum.

„Leikurinn var ekki eins slæmur og allir tala um að hann sé. Það voru ýmisleg atvik í fyrri hálfleik sem ég verð að segja að sé mjög skrítið að sé ekki talað um. Það er enginn að tala um þau í podköstum og enginn að tala um þau í fjölmiðlum. Ég leyfi mér að efast um það að ef þessi atvik hefðu lent Víkingsmeginn og við unnið leikinn, guð minn almáttugur hvað menn hefðu vælt þá. Við tókum þessu bara á karlmennsku og ákváðum ekkert að grenja yfir þessu.“ sagði Arnar og bætti við.

Ég er að tala um þessi atvik í fyrri hálfleiknum því þá hefði leikurinn getað mögulega snúist við. Ég held samt sem áður að við áttum ekki skilið að fá neitt úr leiknum því við vorum ekki á okkar degi. Ég hef alltaf sagt að það þarf gæði og smá heppni til að vinna titla og miðað við atvikin í fyrri hálfleiknum var heppnin á bandi KA-manna.

Stórir karakterar frá og mikilvægir leikir framundan

Hvernig er staðan á Niko Hansen, fyrirliða Víkings?

Hann er byrjaður að æfa nokkurnveginn. Vonandi fær hann mínútur á móti Val og svo er útileikur í Kýpur. Hann er að koma til baka en Matti er því miður út tímabilið, hann meiddist á æfingu. Þetta eru stórir karakterar sem eru frá en þeir eru í kringum okkur.

Hvernig leggst komandi leikir í Arnar. Evrópa er að byrja og titilbaráttan er gífurlega spennandi og jöfn.

Mér líst mjög vel á þetta, við erum búnir að vera í þessu prógrammi í nánast allt sumar þannig það er ekkert nýtt fyrir okkur. Ferðalög og erfiðir útileikir, við höfum gert mjög vel í þeim í sumar. Þetta er tími sem allir alvöru íþróttamenn elska og við ætlum að vera með í þeirri baráttu.“ sagði Arnar að lokum.

Nánar er rætt við Arnar Gunnlaugs í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner