Liverpool tilbúið að reyna við Rodrygo ef Salah fer - Everton horfir til Sarri - Man Utd mun reyna aftur við Branthwaite
banner
   fim 26. september 2024 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ten Hag: Skorum ekki nóg af mörkum
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Manchester United gerði 1-1 jafntefli á heimavelli gegn FC Twente í fyrstu umferð í deildakeppni Evrópudeildarinnar í gærkvöldi.

Erik ten Hag var ósáttur að leikslokum en í dag svaraði hann spurningum með bjartsýnistón.

„Við erum ekki komnir á þann stað sem við viljum vera á, en það eru mjög jákvæð merki á lofti og við erum á leið þangað. Við höfum verið að kaupa mjög unga leikmenn eins og (Rasmus) Höjlund, (Joshua) Zirkzee og (Leny) Yoro. Við höfum mikla trú á þeim en við þurfum að sýna þolinmæði," sagði Ten Hag í dag.

„Ég er samt óþolinmóður og vill strax ná í jákvæð úrslit en við höfum nú þegar afrekað eitthvað og við þurfum að leggja mikla vinnu á okkur til að afreka meira."

En hvað er vandamálið hjá Manchester United á upphafi nýs tímabils?

„Við þurfum að skora fleiri mörk, það er vandamálið. Við erum með mikið af gæðaleikmönnum sem geta skorað mörk en þeir eru ekki að því þessa stundina.

„Bruno er mikill markaskorari sem á eftir að hrökkva í gang. Hann hefur samt verið frábær og búið til mikið af góðum marktækifærum fyrir okkur, það er bara tímaspursmál hvenær hann byrjar að skora og leggja meira upp. Ég er viss um það.

„Zirkzee getur líka skorað mikið af mörkum. Hann er ennþá ungur og er mjög góður fótboltamaður sem getur samt ennþá bætt sig."

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 5 4 1 0 13 5 +8 13
2 Liverpool 5 4 0 1 10 1 +9 12
3 Aston Villa 5 4 0 1 10 7 +3 12
4 Arsenal 5 3 2 0 8 3 +5 11
5 Chelsea 5 3 1 1 11 5 +6 10
6 Newcastle 5 3 1 1 7 6 +1 10
7 Brighton 5 2 3 0 8 4 +4 9
8 Nott. Forest 5 2 3 0 6 4 +2 9
9 Fulham 5 2 2 1 7 5 +2 8
10 Tottenham 5 2 1 2 9 5 +4 7
11 Man Utd 5 2 1 2 5 5 0 7
12 Brentford 5 2 0 3 7 9 -2 6
13 Bournemouth 5 1 2 2 5 8 -3 5
14 West Ham 5 1 1 3 5 9 -4 4
15 Leicester 5 0 3 2 6 8 -2 3
16 Crystal Palace 5 0 3 2 4 7 -3 3
17 Ipswich Town 5 0 3 2 3 8 -5 3
18 Southampton 5 0 1 4 2 9 -7 1
19 Everton 5 0 1 4 5 14 -9 1
20 Wolves 5 0 1 4 5 14 -9 1
Athugasemdir
banner
banner