Liverpool tilbúið að reyna við Rodrygo ef Salah fer - Everton horfir til Sarri - Man Utd mun reyna aftur við Branthwaite
   fim 26. september 2024 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sverrir spáir í Fótbolti.net bikarinn - „Mun ráða úrslitum í þessum leik"
Þjálfarar liðanna og leikmenn á Laugardalsvelli í dag.
Þjálfarar liðanna og leikmenn á Laugardalsvelli í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir Mar hér til vinstri.
Sverrir Mar hér til vinstri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á morgun ráðast úrslitin í Fótbolti.net bikarnum þegar Selfoss og KFA mætast; það er komið að stóru stundinni undir fljóðljósunum á Laugardalsvelli.

Þetta er annað sumarið þar sem þessi keppni fer fram - þar sem liðin í neðri deildum berjast um bikarinn - en í fyrra fór Víðir með sigur af hólmi. Núna verður annað nafn ritað á bikarinn.

Við fengum ástríðukónginn Sverrir Mar Smárason til að rýna í leikinn en hann mun sjá um að lýsa honum á Stöð 2 Sport annað kvöld. Það verður flautað til leiks klukkan 19:15.

„Ég er að sjá fyrir mér mjög taktískan og lokaðan leik lengi vel. Bæði liðin mjög öflug á sínum degi og vilja alls ekki lenda snemma undir. Bjarni Jó er búinn að sækja einn málm en hann kann þetta allt saman og verður aldrei saddur," segir Sverrir.

„Ég held við gætum alveg horft upp á svona fjögur hálffæri bara á fyrstu 75 til 80 mínútunum."

Það eru ákveðnir leikmenn í báðum liðum sem geta ráðið úrslitum á Laugardalsvelli annað kvöld.

„Gonzalo Zamorano mun ráða úrslitum í þessum leik," segir Sverrir. „Hann skorar sigurmark Selfoss á síðasta korterinu, það er mín spá. Funheitur upp á síðkastið, eflist bara samhliða því sem mikilvægi leikjanna eykst."

Eggert Gunnþór og Doddi Inga gætu saman alveg tekið upp á því að læsa bara. Þá þarf að fylgjast með Ragnarssonum og Marteini Má. Austanstrákar sem eru með hjartað í þessu."

En hvernig fer leikurinn?

„Hann fer 1-0 fyrir Selfoss og Gonzi með sigurmarkið. Fær boltann fyrir framan teiginn eftir innkast og smellir boltanum í vinkilinn. Þetta verður leikur þra sem svoleiðis töfrar eru það eina sem dugar til," segir Sverrir Mar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner