Liverpool tilbúið að reyna við Rodrygo ef Salah fer - Everton horfir til Sarri - Man Utd mun reyna aftur við Branthwaite
   fim 26. september 2024 09:00
Elvar Geir Magnússon
Rodrygo í stað Salah?
Powerade
Liverpool er sagt horfa til Rodrygo.
Liverpool er sagt horfa til Rodrygo.
Mynd: Getty Images
Jarrad Branthwaite.
Jarrad Branthwaite.
Mynd: Getty Images
Liverpool skoðar kosti af Salah fer, Sarri gæti snúið aftur í enska boltann og Manchester United hyggst gera aðra tilraun til að fá varnarmann Everton. Hér er slúðurpakki dagsins.

Liverpool er tilbúið að gera tilboð í brasilíska vængmanninn Rodrygo (23) hjá Real Madrid ef egypski framherjinn Mohamed Salah (32) yfirgefur Anfield eftir tímabilið. (Fichajes)

Dan Friedkin, verðandi eigandi Everton, vill fá Maurizio Sarri fyrrverandi stjóra Chelsea, sem yfirgaf Lazio í mars, sem nýjan stjóra. (Corriere dello Sport)

Juventus vonast til að framlengja samning serbneska framherjans Dusan Vlahovic (24) til ársins 2028 eða 2029, þó að viðræður séu í biðstöðu. Vlahovic hefur verið orðaður við Arsenal að undanförnu. (Calciomercato)

Manchester United mun gera aðra tilraun á næsta ári til að fá enska varnarmanninn Jarrad Branthwaite (22) frá Everton. (HITC)

Hollenski hægri bakvörðurinn Jeremie Frimpong (23) hjá Bayer Leverkusen verður ofarlega á lista Liverpool ef Trent Alexander-Arnold (25) yfirgefur félagið. (Football Insider)

Victor Boniface (23) framherji Bayer Leverkusen er á lista Chelsea yfir sóknarmenn sem félagið hefur áhuga á. (Teamtalk)

Chelsea vill fá til sín bestu ungu leikmenn heims og horfir til franska Castello Lukeba (21) hjá RB Leipzig. (Teamtalk)

Manchester United vill losa um pláss á miðjunni og gæti látið Danann Christian Eriksen og Brasilíumanninn Casemiro (báðir 32) fara í janúar. (Teamtalk)

Árið 2020 bauð Manchester United 100 milljónir evra (83,5 milljónir punda) í spænska framherjann Ansu Fati (21) hjá Barcelona. Fati var á láni hjá Brighton á síðustu leiktíð. (Athletic)

Francis Onyeka (17), þýskur miðjumaður Bayer Leverkusen, er undir smásjá Chelsea. (Football Transfers)

Newcastle United hefur unnið kapphlaup við Real Madrid, Bayern München og Borussia Dortmund um georgíska framherjann Vakhtang Salia (17) hjá Dinamo Tbilisi. (HITC)

Barcelona lítur á portúgalska markvörðinn Diogo Costa (25) hjá Porto sem langtíma valkost til að leysa af þýska markvörðinn Marc-Andre ter Stegen (32). (Mundo Deportivo)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner