Liverpool tilbúið að reyna við Rodrygo ef Salah fer - Everton horfir til Sarri - Man Utd mun reyna aftur við Branthwaite
   mið 25. september 2024 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Tottenham ætlar að virkja ákvæði í samningi Son
Son hefur spilað rúmlega 400 leiki fyrir Tottenham.
Son hefur spilað rúmlega 400 leiki fyrir Tottenham.
Mynd: EPA
Suður-kóreski kantmaðurinn Son Heung-min er 32 ára gamall og rennur samningur hans við Tottenham út næsta sumar.

Son er lykilmaður í sterku liði Tottenham og hefur verið það undanfarin níu ár, frá því að félagið keypti hann úr röðum Bayer Leverkusen sumarið 2015.

Tottenham er þó ekki búið að hefja viðræður við Son um nýjan samning, en félagið mun þó nýta ákvæði til að framlengja samning hans um eitt ár.

„Við höfum ekki rætt um neitt. Ég er bara einbeittur að því að gera vel á þessu tímabili, ég þrái að vinna titil með þessu félagi. Við eigum skilið að vinna titil og vonandi er þetta árið okkar," segir Son.

„Ég veit ekki hvað gerist í framtíðinni. Eina sem ég veit er að ég mun gera mitt besta á þessu tímabili án þess að hugsa um neitt annað en að sigra."
Athugasemdir
banner
banner