Liverpool tilbúið að reyna við Rodrygo ef Salah fer - Everton horfir til Sarri - Man Utd mun reyna aftur við Branthwaite
banner
   fim 26. september 2024 14:30
Elvar Geir Magnússon
Ákærður fyrir að bíta mótherja
Osmajic beit í Beck.
Osmajic beit í Beck.
Mynd: Getty Images
Milutin Osmajic sóknarmaður Preston North End hefur verið ákærður af fótboltasambandinu fyrir að bíta í hnakka Owen Beck, varnarmanns Blackburn Rovers, í leik í Championship-deildinni.

Beck, sem er á láni frá Liverpool, fékk rautt fyrir að sparka til Duane Holmes leikmanns Preston. Átök urðu í kjölfar brotsins þar sem Osmajic virtist bíta í Beck.

Þrátt fyrir að Beck reyndi að sýna dómurunum bitfarið á hnakkanum slapp Osmajic með gult spjald.

Aganefnd enska sambandsins hefur ákveðið að ákæra Osmajic eftir myndbandsupptökur og gæti Svartfellingurinn fengið langt bann.

Luis Suarez, þá leikmaður Liverpool, fékk tíu leikja bann 2013 fyrir að bíta Branislav Ivanovic sem lék fyrir Chelsea.
Athugasemdir
banner