Liverpool tilbúið að reyna við Rodrygo ef Salah fer - Everton horfir til Sarri - Man Utd mun reyna aftur við Branthwaite
banner
   fim 26. september 2024 11:30
Elvar Geir Magnússon
Búið að gefa út að rauða spjaldið á Trossard var réttur dómur
Trossard fékk rauða spjaldið.
Trossard fékk rauða spjaldið.
Mynd: EPA
Michael Oliver dómari.
Michael Oliver dómari.
Mynd: EPA
Nefnd sem skoðar stórar dómarákvarðanir í ensku úrvalsdeildinni hefur gefið það út að Michael Oliver dómari hafi tekið rétta ákvörðun með því að reka Leandro Trossard af velli í dramatíska 2-2 jafnteflinu milli Manchester City og Arsenal.

Nefndin er óháð og er skipuð þremur fyrrum leikmönnum eða þjálfurum, einum fulltrúa ensku úrvalsdeildarinnar og einum frá stjórn dómaramála.

Sama nefnd komst að því að rétt hefði verið að reka Declan Rice af velli í 1-1 jafnteflinu gegn Brighton.

„Trossard tefur það klárlega að leikur hefjist að nýju með því að sparka boltanum í burtu," segir í niðurstöðu nefndarinnar en Trossard fékk þar með sitt annað gula spjald.

Arsenal var hársbreidd frá því að landa sigri þrátt fyrir rauða spjaldið en John Stones jafnaði í 2-2 í lok leiksins.
Athugasemdir
banner
banner
banner