Liverpool tilbúið að reyna við Rodrygo ef Salah fer - Everton horfir til Sarri - Man Utd mun reyna aftur við Branthwaite
   mið 25. september 2024 21:19
Ívan Guðjón Baldursson
Besta deildin: Helgi með tvennu er Víkingar endurheimtu toppsætið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur R. 3 - 0 FH
1-0 Helgi Guðjónsson ('13)
2-0 Helgi Guðjónsson ('73)
3-0 Viktor Örlygur Andrason ('90)

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  0 FH

Víkingur R. tók á móti FH í eina leik kvöldsins í efri hluta Bestu deildar karla og þurfti sigur til að jafna Breiðablik á stigum og endurheimta toppsæti deildarinnar.

FH byrjaði vel og átti hættuleg færi á upphafsmínútunum en tókst ekki að skora þar sem skalli Björns Daníels Sverrissonar fór í slá.

Helgi Guðjónsson var í byrjunarliði Víkings og skoraði hann á 13. mínútu eftir glæsilega stoðsendingu frá Aroni Elís Þrándarsyni.

Aron Elís bjargaði svo á marklínu skömmu síðar eftir hornspyrnu FH-inga en staðan var 1-0 fyrir heimamenn eftir jafnan og skemmtilegan fyrri hálfleik.

Leikurinn róaðist niður í síðari hálfleik og var mikil barátta á vellinum. Þegar FH-ingar virtust gera sig líklega til að leita að jöfnunarmarki refsaði Helgi með öðru marki sínu eftir fyrirgjöf frá Karli Friðleifi Gunnarssyni.

Helgi komst nálægt því að fullkomna þrennuna skömmu síðar en þess í stað skoraði Viktor Örlygur Andrason þriðja mark heimamanna með föstu skoti beint úr aukaspyrnu á 90. mínútu.

Lokatölur urðu 3-0 fyrir Víking sem tekur toppsætið af Blikum á markatölu. Víkingur hefur tangarhald á FH og unnið ellefu síðustu viðureignir þessara liða í deild og bikar.
Athugasemdir
banner
banner
banner