Liverpool tilbúið að reyna við Rodrygo ef Salah fer - Everton horfir til Sarri - Man Utd mun reyna aftur við Branthwaite
banner
   fim 26. september 2024 17:15
Elvar Geir Magnússon
Tafir á því að hálfsjálfvirka rangstöðutæknin verði tekin í notkun
Mynd: Skjáskot
Félögum ensku úrvalsdeildarinnar hefur verið tilkynnt að tafir verði á því að hálfsjálfvirka rangstöðutæknin verði tekin upp í deildinni.

Í apríl samþykktu félögin að nota tæknina á þessu tímabili en nú er ljóst að hún verður ekki tekin upp fyrr en eftir áramót. Prófanir eru enn í gangi.

Tæknin auðveldar VAR dómurunum að skoða rangstöðuatvik og rannsóknir hafa sýnt að hún styttir hverja ákvörðun um 31 sekúndu að meðaltali.

Tæknin var með góðum árangri á HM í Katar. Nú er verið að vinna í því að áhorfendur á völlunum fái að sjá þær myndir sem dómarar eru að skoða í VAR atvikum, á sama tíma og dómararnir.
Athugasemdir
banner
banner
banner