Liverpool tilbúið að reyna við Rodrygo ef Salah fer - Everton horfir til Sarri - Man Utd mun reyna aftur við Branthwaite
   fim 26. september 2024 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Miralem Pjanic til CSKA Moskvu (Staðfest)
Tveimur árum eftir að hann neitaði að spila við Rússland
Mynd: EPA
Bosníski miðjumaðurinn Miralem Pjanic er búinn að semja við CSKA Moskvu í efstu deild rússneska boltans.

Þessi félagaskipti koma á óvart þar sem aðeins tvö ár eru liðin síðan Pjanic neitaði að spila æfingalandsleik hjá Bosníu gegn Rússlandi eftir innrásina í Úkraínu.

Pjanic hefur leikið með FC Sharjah í Sameinuðu arabísku furstadæmunum síðustu tvö ár en fann sér ekki nýtt félag í sumar og er núna genginn í raðir CSKA.

Pjanic er 34 ára gamall og nýlega búinn að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir 115 leiki fyrir Bosníu. Hann hefur meðal annars leikið fyrir Roma, Juventus og Barcelona á ferlinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner