Liverpool tilbúið að reyna við Rodrygo ef Salah fer - Everton horfir til Sarri - Man Utd mun reyna aftur við Branthwaite
   mið 25. september 2024 19:18
Ívan Guðjón Baldursson
Kristall Máni skoraði í bikarnum - Växjö og Kristianstad áfram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það komu nokkrir Íslendingar við sögu í leikjum dagsins í Skandinavíu þar sem Kristall Máni Ingason skoraði í endurkomusigri Sönderjyske í danska bikarnum.

Sönderjyske var undir í leikhlé á útivelli gegn þriðjudeildarliði Ishöj, en Kristall Máni byrjaði á bekknum.

Sönderjyske jafnaði leikinn áður en Kristali var skipt inn af bekknum og tók hann aðeins tvær mínútur að setja boltann í netið til að taka forystuna fyrir Sönderjyske, sem vann að lokum 2-3 til að koma sér í næstu umferð bikarsins.

Íslendingalið AGF er einnig komið í næstu umferð eftir 0-2 sigur í grannaslag gegn VSK Århus. Mikael Neville Anderson byrjaði á bekknum en var skipt inn á 72. mínútu í stöðunni 0-1.

Liðin áttust við í 32-liða úrslitum og eru því bæði komin áfram í 16-liða úrslit.

Í norska boltanum kom Óskar Borgþórsson inn af bekknum er Sogndal tapaði heimaleik gegn Bryne í næstefstu deild, en þetta var sjötti tapleikur liðsins í röð. Sogndal er fimm stigum fyrir ofan fallsvæðið þegar sex umferðir eru eftir af tímabilinu.

Kongsvinger er þá í harðri baráttu um umspilssæti eftir sigur gegn Mjondalen, en Róbert Orri Þorkelsson var ekki í hóp vegna meiðsla.

Í efstu deild sænska boltans var Hlynur Freyr Karlsson ónotaður varamaður er Brommapojkarna tapaði 2-1 á útivelli gegn toppbaráttuliði Djurgården. Sirius tapaði þá heimaleik gegn AIK, en Óli Valur Ómarsson er samningsbundinn liðinu og leikur á láni hjá Stjörnunni í haust.

Brommapojkarna er fimm stigum fyrir ofan fallsvæðið eftir þetta tap á meðan Sirius siglir lygnan sjó um miðja deild.

Að lokum höfðu Íslendingaliðin Växjö og Kristianstad betur í sænska kvennabikarnum.

Växjö lagði Husqvarna að velli á meðan Kristianstad sigraði gegn Kalmar.

Bryndís Arna Níelsdóttir og Þórdís Elva Ágústsdóttir leika fyrir Växjö á meðan Guðný Árnadóttir, Hlín Eiríksdóttir og Katla Tryggvadóttir eru partur af liði Kristianstad.

Ishoj 2 - 3 Sonderjyske
1-0 B. Kruse ('36)
1-1 L. Qamili ('48)
1-2 Kristall Máni Ingason ('65)
1-3 Mads Agger ('88)
2-3 M. Azaquoun ('92)

VSK Aarhus 0 - 2 AGF

Mjondalen 1 - 2 Kongsvinger

Sogndal 2 - 3 Bryne

Djurgarden 2 - 1 Brommapojkarna

Sirius 0 - 1 AIK

Husqvarna 0 - 1 Vaxjo

Kalmar 0 - 2 Kristianstad

Athugasemdir
banner
banner
banner