Liverpool tilbúið að reyna við Rodrygo ef Salah fer - Everton horfir til Sarri - Man Utd mun reyna aftur við Branthwaite
   fim 26. september 2024 13:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kroos: Ætlaði að skrifa undir hjá Man Utd
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Toni Kroos var á sínum tíma sterklega orðaður við Manchester United. Kroos var á leið burt frá Bayern Munchen og var ekki búinn að taka ákvörðun um hvert næsta skref yrði.

Árið var 2014 og David Moyes var stjóri United. Kroos var í viðræðum við Moyes þegar hann var rekinn sem stjóri liðsins eftir tíu mánuði í starfi.

Kroos var 24 ára og einn heitasti bitinn á markaðnum. Hann samdi við Real Madrid og vann hvern titilinn á fætur öðrum.

„Árið 2014, áður en ég skrifaði undir hjá Real Madrid, þá var ég búinn að ná samkomulagi við Manchester United. En svo spörkuðu þeir David Moyes í burtu, sem sat á þeim tímapunkti á sófanum mínum í München og Louis van Gaal var ráðinn í kjölfarið. Við [Kroos og Van Gaal] svo báðir afþökkuðum þann möguleika."

„HM byrjaði og Ancelotti setti sig í samand,"
sagði Kroos í viðtali við SPORT1 sem skrifaði undir hjá Real í kjölfarið.

Kroos lagði skóna á hilluna eftir EM í sumar.
Athugasemdir
banner
banner