Liverpool tilbúið að reyna við Rodrygo ef Salah fer - Everton horfir til Sarri - Man Utd mun reyna aftur við Branthwaite
banner
   mið 25. september 2024 21:39
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalski bikarinn: Borini hetjan er Samp sló Genoa úr leik í grannaslagnum
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það fóru þrír leikir fram í ítalska bikarnum í dag þar sem áhugaverður leikur fór fram í Genúa.

Genoa mætti þar hatrömmum nágrönnum sínum í Sampdoria, sem leika einni deild fyrir neðan.

Andrea Pinamonti tók forystuna fyrir Genoa í fyrri hálfleik en leikurinn var afar jafn þar sem bæði lið fengu góð færi til að bæta mörkum við leikinn.

Það tókst þó ekki fyrr en á lokakaflanum, þegar Fabio Borini fyrrum leikmaður Liverpool og AC Milan kom inn af bekknum og jafnaði leikinn fyrir Sampdoria.

Það er engin framlenging í ítalska bikarnum og því var farið í vítaspyrnukeppni. Þar var hart barist en að lokum hafði Sampdoria betur, 6-5, eftir að Alessandro Zanoli fyrrum lánsmaður hjá Sampdoria klúðraði af punktinum.

Sampdoria heimsækir AS Roma í 16-liða úrslitum bikarsins.

Udinese lagði þá Salernitana að velli og heimsækir Inter í næstu umferð. Josko Bijol, Lorenzo Lucca og Jurgen Ekkelenkamp skoruðu mörk heimamanna.

Að lokum hafði Cesena betur gegn Pisa í B-deildarslag og spilar næst við Atalanta.

Genoa 1 - 1 Sampdoria (5-6 í vítaspyrnukeppni)
1-0 Andrea Pinamonti ('9 )
1-1 Fabio Borini ('83 )
Rautt spjald: Simone Romagnoli, Sampdoria ('90)

Pisa 0 - 1 Cesena
0-1 Raffaele Celia ('54 )

Udinese 3 - 1 Salernitana
1-0 Jaka Bijol ('20 )
1-1 Simy ('25 )
2-1 Lorenzo Lucca ('44 , víti)
3-1 Jurgen Ekkelenkamp ('47 )
3-1 Ernesto Torregrossa ('84 , Misnotað víti)
Rautt spjald: Giulio Maggiore, Salernitana ('90)
Athugasemdir
banner
banner