Liverpool tilbúið að reyna við Rodrygo ef Salah fer - Everton horfir til Sarri - Man Utd mun reyna aftur við Branthwaite
   fim 26. september 2024 15:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hörmulegt gengi Man Utd í Evrópu síðustu 18 mánuði
Mynd: EPA
Frá því að Manchester United vann Real Betis í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í mars í fyrra, 2023, hefur liðið spilað níu leiki í Evrópukeppnum.

Liðið datt úr leik í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar tímabilið 2022/23 eftir jafntefli og tap gegn Sevilla.

Í riðlakeppni Meistaradeildarinnar tapaði liðið tvívegis gegn Bayern Munchen, einu sinni gegn Galatasaray og einu sinni gegn FC Kaupmannahöfn. Hinn leikurinn gegn Galatasaray endaði með jafntefli en eini sigurleikurinn frá sigrunum gegn Betis kom á Old Trafford gegn FC Kaupmannahöfn.

Sá sigur var ansi ósannfærandi og þurfti Andre Onana að verja vítaspyrnu til að tryggja þann sigur.

United spilaði svo sinn fyrsta leik í Evrópudeildinni á tímabilinu í gær og varð niðurstaðan 1-1 jafntefli gegn Twente á heimavelli.

Einn sigurleikur í níu síðustu Evrópuleikjum er langt frá því að vera ásættanlegt og er tölfræði sem hjálpar ekki stjóranum Erik ten Hag. Hann fékk traustið frá eigendunum í vor, en alls ekki fullt traust því þeir könnuðu landslagið vel áður en ákveðið var að best væri að Ten Hag yrði áfram.

Næstu leikir United í Evrópudeildinni eru útileikir gegn Porto og Fenerbahce.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner