Liverpool tilbúið að reyna við Rodrygo ef Salah fer - Everton horfir til Sarri - Man Utd mun reyna aftur við Branthwaite
   fim 26. september 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Carlo Ancelotti bætti met í La Liga
Real Madrid hefur verið að gera frábæra hluti undir stjórn Ancelotti.
Real Madrid hefur verið að gera frábæra hluti undir stjórn Ancelotti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Real Madrid lagði Osasuna að velli á þriðjudagskvöldið og bætti Carlo Ancelotti um leið met í La Liga, efstu deild spænska boltans.

Þetta var 39. leikur Real Madrid í röð án taps undir stjórn Ancelotti og er hann fyrsti þjálfarinn til að afreka þetta í sögu deildarinnar.

Barcelona er það félag sem hefur farið í gegnum flesta deildarleiki í röð án taps, eða 43 talsins, en félagið gerði það með tveimur mismunandi þjálfurum - þeim Luis Enrique og Ernesto Valverde.

Real Madrid er aðeins fjórum leikjum frá því að jafna met Barcelona en það eru afar erfiðir leikir framundan. Næsti leikur liðsins er á útivelli gegn Atlético Madrid, en síðustu tveir tapleikir Real komu einmitt á Metropolitano vellinum hjá Atlético 24. september og 18. janúar. Það voru einu tapleikir Real Madrid á síðustu leiktíð.

Ef Real tekst að fara taplaust í gegnum næstu leiki, þá er 43. leikurinn gegn Barcelona og fá Börsungar þar tækifæri til að verja metið sitt. Það verður gríðarlega spennandi viðureign þar sem Barcelona hefur farið afar vel af stað undir stjórn Hansi Flick og er með fullt hús stiga eftir sjö fyrstu umferðirnar á nýju deildartímabili.
Athugasemdir
banner
banner