Liverpool tilbúið að reyna við Rodrygo ef Salah fer - Everton horfir til Sarri - Man Utd mun reyna aftur við Branthwaite
banner
   fim 26. september 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin í dag - Tottenham á heimaleik og stórleikur í Róm
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Fyrstu umferð í deildakeppni Evrópudeildarinnar lýkur í kvöld þar sem níu leikir eru á dagskrá.

Fjörið hefst klukkan 16:45 á íslenskum tíma þegar lærisveinar José Mourinho í stórliði Fenerbahce taka á móti Royal Union Saint-Gilloise frá Belgíu á sama tíma og Malmö fær Rangers í heimsókn til Svíþjóðar.

Tottenham er eina enska úrvalsdeildarfélagið sem mætir til leiks í kvöld þar sem lærisveinar Ange Postecoglou eiga heimaleik við Qarabag frá Aserbaídsjan.

AS Roma tekur á móti Athletic Bilbao í stórleik kvöldsins á meðan Lyon spilar við Olympiakos og Ajax við Besiktas í áhugaverðum viðureignum.

Leikir dagsins
16:45 Fenerbahce - St. Gilloise
16:45 Malmo FF - Rangers
19:00 Ajax - Besiktas
19:00 Eintracht Frankfurt - Plzen
19:00 Steaua - Rigas FS
19:00 Lyon - Olympiakos
19:00 Roma - Athletic Bilbao
19:00 Braga - Maccabi Tel Aviv
19:00 Tottenham - Qarabag
Athugasemdir
banner