Real Madrid ætlar að reyna við Bruno Fernandes - Barcelona vill ekki selja Pedri - Sænskur landsliðsmaður til Man City?
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
   fim 26. september 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Bjarni með fiðring í maganum - „Mikill aðdáandi þessarar keppni"
Reynsluboltinn Bjarni Jóhannsson.
Reynsluboltinn Bjarni Jóhannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þjálfararnir tveir brattir.
Þjálfararnir tveir brattir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er frábært að enda gott tímabil hjá okkur með því að stíga inn á Laugardalsvöllinn í þeirri frábæru umgjörð sem þessi leikur hefur hlotið," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Selfoss, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Á morgun ráðast úrslitin í Fótbolti.net bikarnum þegar Selfoss og KFA mætast; það er komið að stóru stundinni undir fljóðljósunum á Laugardalsvelli.

Bjarni er með mikla reynslu af því að stýra liðum á Laugardalsvelli og hann er spenntur fyrir því að gera það aftur.

„Þetta er alltaf fiðringur. Að komast á þjóðarleikvanginn er alltaf stórt. Það er alveg sama hvort menn hafi komið hingað áður eða ekki."

Bjarni telur að það verði gaman að mæta KFA í úrslitaleiknum. „Ég er fæddur og uppalinn á Norðfirði. Ég hef rætur þar og ólst þar upp í fótboltanum. Tilfinningin er fín að mæta þeim. Þetta eru tvö af bestu liðum 2. deildarinnar í ár og þetta verður hörkuleikur."

„Þessi leikur er frábært tækifæri fyrir unga leikmennn sem hafa kannski ekki séð fyrir sér að komast á Laugardalsvöll. Þetta er frábært tækifæri fyrir þá," segir Bjarni.

Er mikill aðdáandi Fótbolti.net bikarsins
Selfyssingar hafa átt frábært sumar en liðið vann 2. deildina þægilega og getur kórónað flott tímabil á morgun.

„Ég er mikill aðdáandi þessarar keppni. Það voru margir þjálfarar sem voru búnir að ræða þetta lengi. Þetta gefur þessum minni liðum tækifæri til að koma hingað. Ég hef sagt að það sé Evrópusætisfíilingur í því að komast í þennan leik. Þetta er stór leikur fyrir mjög marga og er frábær viðbót fyrir tímabilið," segir Bjarni.

„Sigurvegarinn tekur þetta allt saman og bæði lið stefna á það."

Miðasala á leikinn
Athugasemdir
banner
banner