Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
banner
   fim 26. september 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Bjarni með fiðring í maganum - „Mikill aðdáandi þessarar keppni"
Reynsluboltinn Bjarni Jóhannsson.
Reynsluboltinn Bjarni Jóhannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þjálfararnir tveir brattir.
Þjálfararnir tveir brattir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er frábært að enda gott tímabil hjá okkur með því að stíga inn á Laugardalsvöllinn í þeirri frábæru umgjörð sem þessi leikur hefur hlotið," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Selfoss, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Á morgun ráðast úrslitin í Fótbolti.net bikarnum þegar Selfoss og KFA mætast; það er komið að stóru stundinni undir fljóðljósunum á Laugardalsvelli.

Bjarni er með mikla reynslu af því að stýra liðum á Laugardalsvelli og hann er spenntur fyrir því að gera það aftur.

„Þetta er alltaf fiðringur. Að komast á þjóðarleikvanginn er alltaf stórt. Það er alveg sama hvort menn hafi komið hingað áður eða ekki."

Bjarni telur að það verði gaman að mæta KFA í úrslitaleiknum. „Ég er fæddur og uppalinn á Norðfirði. Ég hef rætur þar og ólst þar upp í fótboltanum. Tilfinningin er fín að mæta þeim. Þetta eru tvö af bestu liðum 2. deildarinnar í ár og þetta verður hörkuleikur."

„Þessi leikur er frábært tækifæri fyrir unga leikmennn sem hafa kannski ekki séð fyrir sér að komast á Laugardalsvöll. Þetta er frábært tækifæri fyrir þá," segir Bjarni.

Er mikill aðdáandi Fótbolti.net bikarsins
Selfyssingar hafa átt frábært sumar en liðið vann 2. deildina þægilega og getur kórónað flott tímabil á morgun.

„Ég er mikill aðdáandi þessarar keppni. Það voru margir þjálfarar sem voru búnir að ræða þetta lengi. Þetta gefur þessum minni liðum tækifæri til að koma hingað. Ég hef sagt að það sé Evrópusætisfíilingur í því að komast í þennan leik. Þetta er stór leikur fyrir mjög marga og er frábær viðbót fyrir tímabilið," segir Bjarni.

„Sigurvegarinn tekur þetta allt saman og bæði lið stefna á það."

Miðasala á leikinn
Athugasemdir
banner
banner