Díaz á förum frá Liverpool - Newcastle fær markvörð Burnley - Man City ætlar að losa sig við reynda leikmenn
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
   fim 26. september 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Bjarni með fiðring í maganum - „Mikill aðdáandi þessarar keppni"
Reynsluboltinn Bjarni Jóhannsson.
Reynsluboltinn Bjarni Jóhannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þjálfararnir tveir brattir.
Þjálfararnir tveir brattir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er frábært að enda gott tímabil hjá okkur með því að stíga inn á Laugardalsvöllinn í þeirri frábæru umgjörð sem þessi leikur hefur hlotið," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Selfoss, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Á morgun ráðast úrslitin í Fótbolti.net bikarnum þegar Selfoss og KFA mætast; það er komið að stóru stundinni undir fljóðljósunum á Laugardalsvelli.

Bjarni er með mikla reynslu af því að stýra liðum á Laugardalsvelli og hann er spenntur fyrir því að gera það aftur.

„Þetta er alltaf fiðringur. Að komast á þjóðarleikvanginn er alltaf stórt. Það er alveg sama hvort menn hafi komið hingað áður eða ekki."

Bjarni telur að það verði gaman að mæta KFA í úrslitaleiknum. „Ég er fæddur og uppalinn á Norðfirði. Ég hef rætur þar og ólst þar upp í fótboltanum. Tilfinningin er fín að mæta þeim. Þetta eru tvö af bestu liðum 2. deildarinnar í ár og þetta verður hörkuleikur."

„Þessi leikur er frábært tækifæri fyrir unga leikmennn sem hafa kannski ekki séð fyrir sér að komast á Laugardalsvöll. Þetta er frábært tækifæri fyrir þá," segir Bjarni.

Er mikill aðdáandi Fótbolti.net bikarsins
Selfyssingar hafa átt frábært sumar en liðið vann 2. deildina þægilega og getur kórónað flott tímabil á morgun.

„Ég er mikill aðdáandi þessarar keppni. Það voru margir þjálfarar sem voru búnir að ræða þetta lengi. Þetta gefur þessum minni liðum tækifæri til að koma hingað. Ég hef sagt að það sé Evrópusætisfíilingur í því að komast í þennan leik. Þetta er stór leikur fyrir mjög marga og er frábær viðbót fyrir tímabilið," segir Bjarni.

„Sigurvegarinn tekur þetta allt saman og bæði lið stefna á það."

Miðasala á leikinn
Athugasemdir
banner
banner