Liverpool tilbúið að reyna við Rodrygo ef Salah fer - Everton horfir til Sarri - Man Utd mun reyna aftur við Branthwaite
   fim 26. september 2024 11:08
Elvar Geir Magnússon
Keane segir Arsenal leggjast lágt: Með hugarfar smáliðs
Roy Keane og Ian Wright.
Roy Keane og Ian Wright.
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal.
Mikel Arteta, stjóri Arsenal.
Mynd: EPA
Sparkspekingurinn Roy Keane hefur gagnrýnt Arsenal og Mikel Arteta harðlega undanfarna daga og er hvergi nærri hættur.

Keane segir að Arsenal sé með hugarfar smáliðs en liðið hefur fengið gagnrýni fyrir tafir eftir 2-2 jafnteflið gegn Manchester City. Keane segir að Arsenal hafi gert nákvæmlega það sama eftir að Declan Rice fékk rautt í 1-1 jafnteflinu gegn Brighton í ágúst.

David Raya markvörður Arsenal þóttist meiðast og fékk aðhlynningu á meðan Arteta gaf skipanir.

„Þeir voru að harka þetta í gegn eins og þeir væru smálið. Fyrir nokkrum vikum gerði Arsenal þetta sama gegn Brighton á heimavelli, markvörðurinn fór niður þegar það voru 10-15 mínútur voru eftir. Þetta var ekki bara vegna þess að mótherjinn var Manchester City," segir Keane.

Hann var að spjalla við Ian Wright í Stick to Football hlaðvarpinu. Wright kom að sjálfsögðu sínum mönnum í Arsenal til varnar.

„Þessi áætlun var nálægt því að virka. Ég ætla ekki að gagnrýna þá fyrir að reyna að vinna Manchester City með tíu menn. Þeir voru án Martin Ödegaard. Það þarf að gefa varnarmönnunum andrými með einhverjum hætti," sagði Wright.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 5 4 1 0 13 5 +8 13
2 Liverpool 5 4 0 1 10 1 +9 12
3 Aston Villa 5 4 0 1 10 7 +3 12
4 Arsenal 5 3 2 0 8 3 +5 11
5 Chelsea 5 3 1 1 11 5 +6 10
6 Newcastle 5 3 1 1 7 6 +1 10
7 Brighton 5 2 3 0 8 4 +4 9
8 Nott. Forest 5 2 3 0 6 4 +2 9
9 Fulham 5 2 2 1 7 5 +2 8
10 Tottenham 5 2 1 2 9 5 +4 7
11 Man Utd 5 2 1 2 5 5 0 7
12 Brentford 5 2 0 3 7 9 -2 6
13 Bournemouth 5 1 2 2 5 8 -3 5
14 West Ham 5 1 1 3 5 9 -4 4
15 Leicester 5 0 3 2 6 8 -2 3
16 Crystal Palace 5 0 3 2 4 7 -3 3
17 Ipswich Town 5 0 3 2 3 8 -5 3
18 Southampton 5 0 1 4 2 9 -7 1
19 Everton 5 0 1 4 5 14 -9 1
20 Wolves 5 0 1 4 5 14 -9 1
Athugasemdir
banner
banner