Liverpool tilbúið að reyna við Rodrygo ef Salah fer - Everton horfir til Sarri - Man Utd mun reyna aftur við Branthwaite
   fim 26. september 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Watford ósáttir með mark sem fékk ekki að standa
Haaland hefur byrjað nýtt tímabil af miklum krafti í ensku úrvalsdeildinni.
Haaland hefur byrjað nýtt tímabil af miklum krafti í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd: Getty Images
Championship félagið Watford var slegið úr enska deildabikarnum af Englandsmeisturum Manchester City í vikunni.

Man City vann leikinn 2-1 en Watford eru ósáttir með að mark sem liðið skoraði hafi ekki fengið að standa.

City var 1-0 yfir þegar Kwadwo Baah setti Rico Lewis í jörðina með öxlinni sinni og setti boltann í netið, en markið var ekki dæmt gilt vegna sóknarbrots á Baah.

Tok Tok síðan hjá Watford birti myndband af markinu samhliða myndbandi af marki sem Erling Haaland, framherji Man City, skoraði í sigri gegn Brighton fyrir tveimur árum síðan.

Mörkin eru keimlík, þar sem Haaland og Baah framkvæma sömu hreyfingu til að hrista varnarmann af sér áður en þeir skora, en markið hjá Haaland fékk að standa.

Watford's TikTok account shared a clip of the team's disallowed goal against City yesterday and compares it to a previous goal scored in a similar manner by Man City, which was awarded.
byu/Bald-Eagle619 insoccer

Athugasemdir
banner
banner