Liverpool tilbúið að reyna við Rodrygo ef Salah fer - Everton horfir til Sarri - Man Utd mun reyna aftur við Branthwaite
banner
   fim 26. september 2024 18:44
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin: Rangers vann í Malmö - Fenerbahce nældi í sigur
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Tveimur fyrstu leikjum dagsins er lokið í Evrópudeildinni þar sem Malmö tók á móti Rangers í Svíþjóð á meðan tyrkneska stórveldið Fenerbahce fékk Saint-Gilloise í heimsókn frá Belgíu.

Rangers var sterkari aðilinn í Malmö og tók forystuna strax á fyrstu mínútu, þegar Nedim Bajrami tók forystuna eftir stoðsendingu frá Cyriel Dessers.

Malmö sá varla til sólar og voru Skotarnir óheppnir að tvöfalda ekki forystuna fyrr en í síðari hálfleik, þegar hinn efnilegi Ross McCausland kom inn af bekknum á 69. mínútu og skoraði sjö mínútum síðar.

Lokatölur urðu 0-2 þar sem engin marktilraun frá Malmö hæfði rammann. Verðskuldaður sigur fyrir Rangers í fyrstu umferð.

Daníel Tristan Guðjohnsen var ónotaður varamaður í liði Malmö en hann sneri aftur í hóp í dag eftir bakmeiðsli.

Caglar Söyüncü, fyrrum leikmaður Leicester og Atlético Madrid, skoraði fyrsta mark leiksins eftir hornspyrnu er Fenerbahce lagði Saint-Gilloise að velli eftir hörkuspennandi slag.

Gestirnir frá Belgíu voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og óheppnir að skora ekki. Þeir héldu áfram að vera betra liðið í seinni hálfleik en róðurinn varð þungur þegar Kevin Mac Allister, eldri bróðir Alexis Mac Allister hjá Liverpool, fékk að líta beint rautt spjald á 74. mínútu.

Lærlingum José Mourinho tókst að tvöfalda forystuna á 82. mínútu en það kom mikil spenna inn í leikinn í uppbótartíma, eftir að leikmaður Fenerbahce var rekinn af velli með rautt spjald og vítaspyrna dæmd.

Franjo Ivanovic steig á vítapunktinn á 92. mínútu en brást bogalistin. Það leið þó ekki á löngu þar til Ivanovic var aftur kominn í dauðafæri, en í þetta sinn skaut hann í stöngina og barst boltinn til Ross Sykes sem fylgdi eftir með marki.

Staðan var orðin 2-1 en alltof lítið eftir af leiknum til að ná jöfnunarmarki. Lokatölur 2-1 fyrir Fenerbahce þrátt fyrir virkilega flotta frammistöðu hjá Saint-Gilloise.

Malmo FF 0 - 2 Rangers
0-1 Nedim Bajrami ('1 )
0-2 Ross McCausland ('76 )

Fenerbahce 2 - 1 St. Gilloise
1-0 Caglar Soyuncu ('26 )
2-0 Christian Burgess ('82 , sjálfsmark)
2-0 Franjo Ivanovic ('92 , Misnotað víti)
2-1 Ross Sykes ('94)
Rautt spjald: Kevin Mac Allister, St. Gilloise ('74)
Rautt spjald: Bright Osayi-Samuel, Fenerbahce ('90)
Athugasemdir
banner
banner
banner