Liverpool tilbúið að reyna við Rodrygo ef Salah fer - Everton horfir til Sarri - Man Utd mun reyna aftur við Branthwaite
   mið 25. september 2024 20:40
Ívan Guðjón Baldursson
Enski deildabikarinn: Nwaneri með tvennu - Sterling skoraði
Ethan Nwaneri skoraði fyrstu tvö mörk sín sem atvinnumaður í fótbolta í kvöld.
Ethan Nwaneri skoraði fyrstu tvö mörk sín sem atvinnumaður í fótbolta í kvöld.
Mynd: Getty Images
Arsenal 5 - 1 Bolton
1-0 Declan Rice ('16)
2-0 Ethan Nwaneri ('37)
3-0 Ethan Nwaneri ('49)
3-1 Aaron Collins ('53)
4-1 Raheem Sterling ('64)
5-1 Kai Havertz ('77)

Hinn 17 ára gamli Ethan Nwaneri var í byrjunarliði Arsenal og skoraði tvennu í flottum 5-1 sigri gegn Bolton í enska deildabikarnum í kvöld.

Declan Rice var einnig í byrjunarliðinu ásamt Raheem Sterling og áttu þeir stóran þátt í sigrinum.

Rice skoraði fyrsta mark Arsenal og lagði svo það þriðja upp fyrir Nwaneri, á meðan Sterling lagði annað mark heimamanna upp fyrir táninginn og skoraði svo það fjórða.

Kai Havertz kom inn af bekknum til að gera fimmta og síðasta mark Arsenal í þessum þægilega sigri, en Aaron Collins skoraði eina mark gestanna í leiknum framhjá hinum 16 ára gamla Jack Porter.
Athugasemdir
banner
banner
banner