Liverpool tilbúið að reyna við Rodrygo ef Salah fer - Everton horfir til Sarri - Man Utd mun reyna aftur við Branthwaite
   fim 26. september 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Mun lækka niður hávaðann sem umlykið hefur Everton"
Sean Dyche, stjóri Everton.
Sean Dyche, stjóri Everton.
Mynd: Getty Images
Sean Dyche, stjóri Everton, er vongóður um að eigendaskipti muni gera félaginu mjög gott.

Friedkin Group er að ganga frá kaupum á Everton eftir misheppnaðar tilraunir 777 Partners og John Textor fyrr á árinu.

Everton hefur verið afar illa rekið félag síðustu árin og verið á barmi þess að falla úr ensku úrvalsdeildinni. Þetta tímabil hefur ekki byrjað vel en eigendaskiptin - sem eru komin langt á leið - gefa Dyche von.

„Eigendaskiptin munu koma með meiri stöðugleika. Það hefur verið óreiða í svo langan tíma núna," segir Dyche.

„Það mun lækka niður hávaðann sem umlykið hefur fótboltafélagið Everton."

Viðræður Friedkin Group um yfirtöku á Everton líta býsna vel út. Stjórnarformaðurinn Dan Friedkin á fyrir ítalska félagið Roma.
Athugasemdir
banner
banner
banner