Liverpool tilbúið að reyna við Rodrygo ef Salah fer - Everton horfir til Sarri - Man Utd mun reyna aftur við Branthwaite
   fim 26. september 2024 20:52
Ívan Guðjón Baldursson
Andri Lucas lagði upp í Brugge
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Guðmundur Svansson
Mynd: Triestina
Það voru nokkrir Íslendingar sem komu við sögu í leikjum dagsins víðsvegar um Evrópu, þar sem Andri Lucas Guðjohnsen var í byrjunarliði Gent sem heimsótti Cercle Brugge í efstu deild belgíska boltans.

Andri Lucas fékk að spila allan leikinn en Gent skapaði sér lítið af færum og tapaði að lokum 2-1, þar sem Andri lagði upp eina mark Gent. Liðið er þó í góðri stöðu í efri hluta deildarinnar, með 13 stig eftir 8 umferðir.

Þetta var aftur á móti aðeins annar sigur Cercle Brugge á tímabilinu og er liðið í næstneðsta sæti.

Í efstu deild sænska boltans lék Kolbeinn Þórðarson allan leikinn á miðjunni hjá Göteborg sem gerði jafntefli á útivelli gegn Västerås í fallbaráttunni.

Gautaborg er einu stigi fyrir ofan fallsvæðið þegar sex umferðir eru eftir af deildartímabilinu. Västerås er í neðsta sæti, fimm stigum á eftir Gautaborg.

Á sama tíma var Birnir Snær Ingason í byrjunarliðinu hjá Halmstad sem gerði 2-2 jafntefli við Kalmar í öðrum fallbaráttuslag, en bæði liðin eru í fallsæti sem stendur.

Birnir spilaði fyrstu 74 mínútur leiksins áður en honum var skipt útaf. Gísli Eyjólfsson kom inn af bekknum á 88. mínútu en tókst ekki að breyta niðurstöðu leiksins.

Halmstad er einu stigi á eftir Gautaborg í öruggu sæti eftir þetta jafntefli og einu stigi fyrir ofan Kalmar í afar spennandi fallbaráttu.

Í Serie C deildinni á Ítalíu var Kristófer Jónsson í byrjunarliðinu hjá Triestina sem tapaði heimaleik gegn Lumezzane.

Kristófer hefur mögulega meiðst þar sem honum var skipt útaf á 27. mínútu í stöðunni 1-1, en lokatölur urðu 2-3 fyrir gestina. Stígur Diljan Þórðarson var ónotaður varamaður hjá Triestina sem er aðeins komið með þrjú stig eftir sex fyrstu umferðirnar á nýju tímabili.

Að lokum var Rúnar Alex Rúnarsson ónotaður varamaður hjá FC Kaupmannahöfn sem lagði HB Köge að velli í danska bikarnum.

Cercle Brugge 2 - 1 Gent

Halmstad 2 - 2 Kalmar

Vasteras 1 - 1 Goteborg

Triestina 2 - 3 Lumezzane

HB Koge 0 - 2 Kaupmannahöfn

Athugasemdir
banner
banner
banner