Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 25. ágúst 2021 10:05
Elvar Geir Magnússon
Dregið í riðla Meistaradeildarinnar á morgun
Chelsea er ríkjandi meistari.
Chelsea er ríkjandi meistari.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar þetta tímabilið verður á Krestovsky leikvangnum í Pétursborg í Rússlandi 28. maí.
Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar þetta tímabilið verður á Krestovsky leikvangnum í Pétursborg í Rússlandi 28. maí.
Mynd: Getty Images
Á morgun klukkan 16:00 verður dregið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en drátturinn fer fram í Istanbúl.

Chelsea er ríkjandi meistari og verður að sjálfsögðu í pottinum, líkt og Manchester City, liðið sem tapaði úrslitaleiknum. Manchester United og Liverpool eru hinir fulltrúar Englands.

Spánn á fimm fulltrúa, fjóra sem fengu sæti í gegnum La Liga og svo Villarreal sem vann Evrópudeildina.

Í pottinum:

Spánn: Atletico Madrid, Real Madrid, Barcelona, Sevilla, Villarreal

England: Manchester City, Manchester United, Liverpool, Chelsea

Þýskaland: Bayern München, RB Leipzig, Borussia Dortmund, Wolfsburg

Ítalía: Inter, AC Milan, Atalanta, Juventus

Frakkland: Lille, Paris St-Germain

Portúgal: Sporting Lissabon, Porto, Benfica

Rússland: Zenit í Pétursborg

Belgía: Club Brugge

Úkraína: Dynamo Kiev

Holland: Ajax

Tyrkland: Besiktas

Sviss: Young Boys

Svíþjóð: Malmö

Auk þriggja liða sem munu komast í gegnum umspilsleiki í kvöld.

Liðunum er skipt í fjóra styrkleikaflokka. Í fyrsta flokknum eru Chelsea og Villarreal auk meistara sex bestu deilda Evrópu: Manchester City (England), Atletico Madrid (Spánn), Inter (Ítalía), Bayern München (Þýskaland), Lille (Frakkland), Sporting Lissabon (Portúgal). Hinir flokkarnir eru ákveðnir samkvæmt styrkleikalista UEFA.

Lið frá sömu löndum geta ekki verið saman í riðli en liðin 32 dragast saman í átta fjögurra liða riðla.

Fyrsta umferð riðlakeppninnar verður leikin 14. og 15. september og riðlakeppninni lýkur svo 8. desember. Tvö efstu liðin í hverjum riðli fara í 16-liða úrslitin.

Á föstudag verður dregið í riðla Evrópudeildarinnar og Sambandsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner