Ítalska deildin hefur ákveðið að meina leikmönnum deildarinnar að spila í í löndum á rauðum lista í komandi landsliðsverkefnum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Seríu A í kvöld.
Félögin í ensku úrvalsdeildinni ákváðu að neita leikmönnum frá Suður-Ameríku að fara í landsliðsverkefni í september þar sem þeir yrðu skyldaðir til að fara í sóttkví við komuna til Bretlandseyja.
Enska úrvalsdeildin sendi frá sér staðfestingu þess efnis í gær en spænska deildin gerði slíkt hið sama.
Nú hefur ítalska deildin sent frá sér yfirlýsingu og einnig meinað leikmönnum deildarinnar að fara í verkefnin í löndum sem eru á rauðum lista.
Argentínska landsliðið tilkynnti hópinn fyrr í ágúst en 21 leikmaður frá þessum þremur deildum eru í hópnum. Það skilur eftir átta leikmenn sem spila í Argentínu, Hollandi og Frakklandi.
Athugasemdir