Tyrkneski miðvörðurinn Caglar Söyüncü hefur verið í frystikistunni hjá Brendan Rodgers á tímabilinu eftir að hann neitaði að skrifa undir nýjan samning við Leicester.
Soyuncu vill skipta um félag en Leicester neitaði að selja hann og setti hann svo til hliðar þegar hann neitaði að gera nýjan samning.
Það eru nokkur félög sem hafa sýnt Soyuncu mikinn áhuga en Atletico Madrid leiðir kapphlaupið um hann samkvæmt heimildum Fabrizio Romano.
Samningur hans við Leicester rennur út næsta sumar og gæti Atletico því keypt miðvörðinn strax í janúar á útsláttarverði frekar en að krækja í hann á frjálsri sölu hálfu ári síðar.
Aston Villa og AS Roma vildu einnig fá Soyuncu til sín en varnarmaðurinn öflugi vill fara til Atletico.
Hinn 26 ára gamli Soyuncu á 125 leiki að baki fyrir Leicester og 51 fyrir tyrkneska landsliðið.