Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   sun 25. desember 2022 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Balague: Messi og PSG búin að ná samkomulagi
Mynd: EPA

Fótboltafréttamaðurinn Guillem Balague tekur undir fregnir síðustu daga um að nýkrýndur heimsmeistari Lionel Messi muni vera áfram hjá franska stórveldinu Paris Saint-Germain á næstu leiktíð.


Messi rennur út á samningi næsta sumar en Balague segir að hann sé búinn að komast að samkomulagi við PSG um grunnatriði nýs samnings.

Hinn 35 ára gamli Messi er talinn vera einn besti, ef ekki allra besti, fótboltamaður allra tíma og er búinn að vera í miklu stuði bæði með PSG og argentínska landsliðinu á fyrri hluta tímabils.

Barcelona og Inter Miami eru meðal félaga sem vilja fá Messi í sínar raðir en hann hefur ákveðið að vera áfram í París. Þar mun hann skrifa undir eins árs samning með möguleika á öðru ári en samkomulag náðist eftir um fjóra mánuði af fundum milli Luis Campos og Jorge Messi.

Balague heldur því fram að Barcelona hafi hvorki sett sig í samband við Messi né föður hans og leikmaðurinn hafi því í raun ekki þurft að velja á milli.

„Honum líður vel í París og hann hefur trú á að félagið geti unnið Meistaradeildina. Að vera hjá PSG hjálpar honum líka í samkeppninni um Gullknöttinn," sagði Balague meðal annars.

Messi hefur skorað 23 mörk í 53 leikjum hjá PSG en hann er markahæsti leikmaður í sögu Barcelona með 672 mörk í 778 leikjum.


Athugasemdir
banner
banner
banner