Portúgalska félagið Benfica er að undirbúa tilboð í Andreas Schjelderup, leikmann Nordsjælland, en þessu heldur portúgalski miðillinn A'Bola fram.
Schjelderup, sem er aðeins 18 ára gamall, hefur sprungið út á þessu tímabili og skorað 10 mörk í 17 deildarleikjum. Hann er markahæstur í dönsku deildinni til þessa.
Norðmaðurinn kom úr akademíu Bodö/Glimt fyrir tveimur árum og óhætt að segja að þjálfaralið Bodö hafi misst hæfileikaríkan leikmann úr höndum sínum þá.
Portúgalska félagið Benfica hefur mikinn áhuga á að fá Schjelderup, svo mikinn að Rui Pedro, yfirmaður íþróttamála hjá Benfica, er mættur til Danmerkur til að ræða við Nordsjælland um þennan efnilega leikmann.
Sóknarmaðurinn er samningsbundinn Nordsjælland til 2024 samkvæmt Transfermarkt, en Rui Pedro telur að hann sé tilbúinn að taka næsta skref ferilsins.
Andreas Schjelderup???????? 18 anos, muito proximo do Benfica pic.twitter.com/7CUxfTEbvQ
— Fabio.B (@Fabio_9_B) December 24, 2022
Athugasemdir