Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   sun 25. desember 2022 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Conte gæti hvílt HM-fara
Mynd: EPA

Tottenham mætir Brentford í hádegisleiknum á morgun og íhugar Antonio Conte, stjóri Tottenham, að gefa öllum HM-förum úr sínum herbúðum hvíld.


Það eru aðeins átta dagar liðnir frá því að Argentína lagði Frakkland að velli í úrslitaleik heimsmeistaramótsins og munu Hugo Lloris og Cristian Romero því ekki vera með í Lundúnaslagnum

Conte er ekki ánægður með að úrvalsdeildartímabilið sé að hefjast svo snemma eftir lok HM.

„Ég er ekki ánægður með ástandið en ég er ánægður að félagið mitt hafi átt 12 fulltrúa á HM. Það þýðir að við erum á réttum stað og getum verið að keppast um titla. Núna er þetta vandamál því við erum með mikið af leikmönnum sem eru ekki í besta standi líkamlega og þurfa auka tíma til að ná sér að nýju," sagði Conte.

„Leikmennirnir sem urðu eftir hjá félaginu og störfuðu með okkur í fjórar vikur eru í toppstandi. Líkamlega og taktískt séð eru þeir betur staddir en leikmennirnir sem fóru á HM.

„Þess vegna þarf ég að taka erfiða ákvörðun fyrir leikinn gegn Brentford. Ég er annars vegar með leikmenn sem stóðu sig vel á æfingum hérna í fjórar vikur og hins vegar leikmenn sem spiluðu á HM og eru ekki í sínu besta standi."

Rodrigo Bentancur, Richarlison og Lucas Moura verða þá ekki með vegna meiðsla.


Athugasemdir
banner
banner
banner