Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   sun 25. desember 2022 17:00
Brynjar Ingi Erluson
Fer Kante með Ronaldo til Sádi-Arabíu?
N'Golo Kante
N'Golo Kante
Mynd: EPA
Al-Nassr í Sádi Arabíu hefur áhuga á því að fá franska miðjumanninn N'Golo Kante á frjálsri sölu næsta sumar en þetta segir franski miðillinn Get French Football.

Kante, sem er 31 árs, hefur mikið verið frá vegna meiðsla síðasta eina og hálfa árið, en hann hefur aðeins spilað tvo leiki í deild á þessu tímabili með Chelsea.

Hann verður frá fram í febrúar en samningur hans við Chelsea rennur út eftir tímabilið og þykir ólíklegt að hann verði áfram hjá Lundúnarliðinu.

Barcelona er sagt hafa áhuga á að fá Kante en spænska félagið gæti fengið samkeppni frá Sádi-Arabíu.

Al-Nassr ætlar að reyna við Kante og fá hann á frjálsri sölu næsta sumar.

Félagið er stórhuga á markaðnum en það er í viðræðum við portúgölsku stórstjörnuna Cristiano Ronaldo. Hann gæti skrifað undir langan samning við félagið á næstu dögum en það vonast til að geta kynnt hann fyrir áramót.
Athugasemdir
banner
banner
banner