Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   sun 25. desember 2022 11:00
Brynjar Ingi Erluson
„Heimskuleg ákvörðun hjá Martínez"
Mynd: EPA
Fögnuður argentínska markvarðarins Emiliano Martínez fór fyrir brjóstið á mörgum og þar á meðal franska stjóranum Patrick Vieira en hann segir Martínez hafa tekið heimskulegar ákvarðanir.

Martínez kom sér í fréttirnar út um allan heim fyrir uppátæki sín í kringum úrslitaleikinn gegn Frökkum.

Hann ögraði leikmönnum í vítakeppninni og eftir að hafa unnið virtist hann ganga heldur langt í fagnaðarlátunum.

Fyrst fór hann upp á svið að taka við verðlaunum sem hann hlaut fyrir að vera besti markvörður mótsins en þá bauð hann upp á sérkennilegt látbragð ef að frönsku stuðningsmennirnir bauluðu á hann.

Því næst fór hann inn í klefa og söng ósmekklega söngva um Kylian Mbappe og gekk það svo lengra í Argentínu þegar liðið fagnaði þar. Vieira, sem stýrir Crystal Palace, segir þetta draga úr sigri Argentínu.

„Það dregur svolítið úr því sem Argentína afrekaði þegar ég skoða sumar myndir af argentínska markverðinum á HM,“ sagði Vieira á fréttamannafundi.

„Ég er ekki vissum að þeir þurftu á þessu að halda. Það er ekki hægt að stjórna tilfinningalegum ákvörðunum hjá öðru fólki, en þetta var heimskuleg ákvörðun, það er að segja af Martínez að gera þetta,“ sagði Vieira.
Athugasemdir
banner