Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   sun 25. desember 2022 12:00
Brynjar Ingi Erluson
L'Equipe velur lið ársins - Fjórir sem spila á Englandi
Lionel Messi er auðvitað í liðinu
Lionel Messi er auðvitað í liðinu
Mynd: EPA
Karim Benzema vann gullboltann rétt fyrir HM og er í liðinu
Karim Benzema vann gullboltann rétt fyrir HM og er í liðinu
Mynd: EPA
Franska blaðið L'Equipe er búið að velja lið ársins og koma þar fjórir leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni.

Real Madrid á flesta fulltrúa í liðinu eða þrjá talsins. Það eru þeir Thibaut Courtois, Luka Modric og Karim Benzema. Samkvæmt ströngustu reglum þarf að telja Casemiro með í þá jöfnu, en hann hjálpaði Madrídingum að vinna bæði spænsku deildina og Meistaradeild Evrópu áður en hann fór til Manchester United.

Paris Saint-Germain á tvo fulltrúa. Kylian Mbappe og Lionel Messi eru þar. Messi hefur verið stórkostlegur á þessu tímabili og vann HM í Katar, en Mbappe hefur sömuleiðis fagnað góðu ári.

Kyle Walker og Kevin de Bruyne eru fulltrúar Manchester City og þá er Virgil van Dijk, miðvörður Liverpool, einnig í liðinu.



Lið ársins:
Thibaut Courtois (Real Madrid)
Kyle Walker (Manchester City)
Virgil van Dijk (Liverpool)
Josko Gvardiol (Leipzig)
Theo Hernandez (Milan)
Lionel Messi (Paris Saint-Germain)
Casemiro (Manchester United)
Luka Modric (Real Madrid)
Kevin de Bruyne (Manchester City)
Karim Benzema (Real Madrid)
Kylian Mbappe (Paris Saint-Germain)
Athugasemdir
banner
banner
banner