Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   sun 25. desember 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Leao hrifinn af Arsenal - „Þeir eru að spila mjög vel"
Rafael Leao
Rafael Leao
Mynd: EPA
Portúgalski sóknarmaðurinn Rafael Leao er einn af heitustu bitunum á markaðnum og verið að tæta ítölsku deildina í sig síðasta árið eða svo, en hann fer þó hvergi í janúarglugganum.

Leao var valinn besti leikmaðurinn í Seríu A á síðasta tímabili er Milan vann deildina.

Hann hefur verið í sama ham á þessu tímabili með Milan og komið að ellefu mörkum í fjórtán leikjum.

Paris Saint-Germain, Chelsea og Real Madrid hafa öll áhuga en Leao er mjög spenntur fyrir Arsenal og hvernig liðið er að spila á þessu tímabili.

„Væri ég til í að prófa aðra deild? Já, klárlega í framtíðinni en núna er ég 100 prósent með einbeitinguna á Milan. Þetta er topp félag og e´g er samningsbundinn. Ég er líka hrifinn af borginni,“ sagði Leao.

„Ég horfi á marga leiki í úrvalsdeildinni en á þessu ári er ég hrifinn af Arsenal. Þeir eru að spila mjög vel,“ sagði Leao.
Athugasemdir
banner
banner