Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   sun 25. desember 2022 16:00
Brynjar Ingi Erluson
Lisandro Martínez þarf að vera klár í bátana
Lisandro Martínez
Lisandro Martínez
Mynd: EPA
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, segir að Lisandro Martínez verði að vera klár fyrir fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni eftir pásu.

Martínez varð heimsmeistari með argentínska landsliðinu á dögunum og hefur hann síðan þá verið að fagna sigrinum í heimalandinu.

Miðvörðurinn er búinn að vera með bestu mönnum Manchester United frá því hann kom frá Ajax í sumar og er því mikil þörf á hans kröftum fyrir seinni hluta tímabilsins.

Ten Hag býst við því að Martínez verði klár fyrir leikinn gegn Nottingham Forest.

„Ég get skilið það að þetta sé mjög tilfinningalegt. Það að vinna HM fyrir þjóðina er allra stærsta sem þú getur gert, en Martínez þarf líka að sætta sig við það að enska úrvalsdeildin fer aftur af stað 27. desember,“ sagði Ten Hag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner