Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool þarf að punga út 35 milljónum punda ef félagið ætlar að landa Sofyan Ambrabat frá Fiorentina í janúar en þetta segir Gazzetta dello Sport.
Flestir miðlar heimsins völdu Amrabat í lið mótsins á HM í Katar en hann var afdrifaríkur fyrir landslið Marokkó sem komst alla leið í undanúrslit.
Amrabat, sem er 26 ára gamall, verður eftirsóttur í janúar en Fiorentina er reiðubúið að leyfa honum að fara ef félög leggja fram 35 milljón punda tilboð.
Liverpool er sagt afar áhugasamt um að fá Amrabat í janúar og er þá tilbúið að borga uppsett verð.
Paris Saint-Germain, Tottenham, Atlético Madríd og Barcelona eru einnig í baráttunni um miðjumanninn öfluga.
Athugasemdir