Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   sun 25. desember 2022 15:17
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool þarf að borga 35 milljónir punda fyrir Amrabat
Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool þarf að punga út 35 milljónum punda ef félagið ætlar að landa Sofyan Ambrabat frá Fiorentina í janúar en þetta segir Gazzetta dello Sport.

Flestir miðlar heimsins völdu Amrabat í lið mótsins á HM í Katar en hann var afdrifaríkur fyrir landslið Marokkó sem komst alla leið í undanúrslit.

Amrabat, sem er 26 ára gamall, verður eftirsóttur í janúar en Fiorentina er reiðubúið að leyfa honum að fara ef félög leggja fram 35 milljón punda tilboð.

Liverpool er sagt afar áhugasamt um að fá Amrabat í janúar og er þá tilbúið að borga uppsett verð.

Paris Saint-Germain, Tottenham, Atlético Madríd og Barcelona eru einnig í baráttunni um miðjumanninn öfluga.
Athugasemdir
banner
banner
banner