Ivan Fresneda, hægri bakvörður Real Valladolid á Spáni, hefur vakið mikla athygli á sér á tímabilinu.
Fresneda er aðeins 18 ára gamall og hafa stærstu lið ítölsku og spænsku deildanna verið að fylgjast með honum. Þau eru ekki ein um að hafa áhuga á táningnum því Borussia Dortmund og Newcastle hafa bæst við hóp áhugasamra.
Fresneda á sex leiki að baki fyrir yngri landslið Spánar og er búinn að spila sex leiki í spænsku deildinni á tímabilinu.
Bakvörðurinn efnilegi á tvö og hálft ár eftir af samningi sínum við Valladolid sem er í neðri hluta spænsku deildarinnar.
Athugasemdir