Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   sun 25. desember 2022 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Patino verður hjá Arsenal til 2025
Charlie Patino
Charlie Patino
Mynd: EPA
Charlie Patino, leikmaður Arsenal, er nú samningsbundinn félaginu til 2025 eftir að það virkjaði klásúlu í samningi hans. Goal skrifar um þetta í dag.

Englendingurinn, sem er aðeins 19 ára, er á láni hjá Blackpool og hefur komið að fjórum mörkum í sautján leikjum í ensku B-deildinni til þessa.

Hann þykir gríðarlegt efni en samningur hans við Arsenal átti að renna út næsta sumar.

Mörg topplið um alla Evrópu voru að fylgjast með honum og kom það því ekki til greina fyrir Arsenal að missa hann á frjálsri sölu.

Goal segir að Arsenal hafi nú þegar virkjað klásúlu í samningi hans sem framlengir samninginn um tvö ár til viðbótar en félagið mun svo á næstu mánuðum opna viðræður við leikmanninn um langtímasamning.

Patino á tvo leiki að baki fyrir aðallið Arsenal og hefur þá skorað eitt mark.
Athugasemdir
banner
banner