Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   sun 25. desember 2022 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Potter: Ziyech þarf að sýna þolinmæði
Ziyech gerði 14 mörk í 83 leikjum á fyrstu tveimur árunum hjá Chelsea. Hann hefur spilað 9 leiki á yfirstandandi leiktíð, án þess að skora.
Ziyech gerði 14 mörk í 83 leikjum á fyrstu tveimur árunum hjá Chelsea. Hann hefur spilað 9 leiki á yfirstandandi leiktíð, án þess að skora.
Mynd: EPA

Marokkóski sóknartengiliðurinn Hakim Ziyech er 29 ára gamall og samningsbundinn Chelsea til 2025.


Hann hefur átt erfitt uppdráttar frá komu sinni til Chelsea og ekki skánaði ástandið við komu nýs knattspyrnustjóra, Graham Potter, til félagsins.

Ziyech er einstaklega hæfileikaríkur fótboltamaður og sýndi heiminum hvers vegna hann var lykilmaður í liði Ajax í fjögur ár þegar hann leiddi Marokkó alla leið í undanúrslitaleik heimsmeistaramótsins í Katar.

„Hérna hjá Chelsea þekkjum við hæfileika hans og okkur líkar við hann sem leikmann. Ég hef rætt við Hakim um stöðuna, það munu alltaf vera leikmenn sem eru ekki í byrjunarliðinu og þurfa að sýna þolinmæði," sagði Potter.

„Ég hlakka til að sjá hann spreyta sig á vellinum og leggja sitt fram til að hjálpa liðinu."


Athugasemdir
banner