Þýski landsliðsmaðurinn Leroy Sane snéri aftur á kunnuglegar slóðir í fríinu en hann mætti á æfingasvæði Manchester City rétt eftir heimsmeistaramótið í Katar.
Vængmaðurinn snöggi spilaði með Manchester City frá 2016 til 2020 áður en hann hélt aftur heim til Þýskalands.
Sane vann deildina tvisvar með Man City ásamt því að vinna enska bikarinn og deildabikarinn.
Sane var í landsliðshópnum hjá Þjóðverjum á HM í Katar en liðið tókst ekki að komast upp úr riðlinum.
Hann heimsótti æfingasvæði Man City á dögunum og heilsaði upp á fyrrum liðsfélaga sína, en þýska deildin er sem stendur í vetrarfríi og hafði því Sane tíma til að kíkja aðeins til Englands.
Good catch up with the guys. @mancity pic.twitter.com/vgFz5p0a1Q
— Leroy Sané (@leroy_sane) December 23, 2022
Athugasemdir