Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   sun 25. desember 2022 16:34
Brynjar Ingi Erluson
Svekkjandi úrslit hjá Rúnari - Fékk á sig víti seint í uppbótartíma
Rúnar Alex Rúnarsson og hans menn í Alanyaspor gerðu 2-2 jafntefli við Konyaspor í tyrknesku úrvalsdeildinni í dag. Landsliðsmarkvörðurinn fékk á sig vítaspyrnu seint í uppbótartíma og þurfti liðið að sætta sig við stig.

Heimamenn í Konyaspor komust yfir á 22. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Varnarmaður Alanyaspor handlék knöttinn innan teigs og þurfti VAR til að skera úr um hvort ætti að dæma víti eða ekki.

Amir Hadziahmetovic skoraði úr spyrnunni en Alanyaspor kom til baka og skoraði tvö mörk. Síðara markið kom úr vítaspyrnu en þegar átta mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma fékk Konyaspor annað víti.

Rúnar Alex braut á Mame Biram Diouf, framherja Konyaspor, og því þriðja vítaspyrna leiksins dæmd. Aftur fór Hadziahmetovic á punktinn og tryggði heimamönnum stig.

Alanyaspor er í 9. sæti með 18 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner