Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   sun 25. desember 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Tite rændur í Ríó - Urðaði yfir landsliðið og tók hálsmenið
Tite, fyrrum þjálfari brasilíska landsliðsins, var rændur á götum Ríó de Janeiro í Brasilíu nokkrum dögum fyrir jól en þetta kemur fram í brasilísku miðlunum.

Brasilíski þjálfarinn stýrði landsliðinu frá 2016 og út heimsmeistaramótið.

Landsliðið datt úr leik í 8-liða úrslitum eftir tap gegn Króatíu í vítakeppni.

Tite hætti með liðið í kjölfarið og fór til heimalandsins en á dögunum lenti hann í leiðinlegu atviki.

O'Globo segir frá því að Tite hafi farið í göngutúr að morgni til í Ríó og var rændur. Maðurinn sem rændi hann kvartaði í Tite yfir frammistöðu brasilíska landsliðsins áður en hann tók hálsmenið af honum og lét sig síðan hverfa en þjálfarinn var heppinn að ekki fór verr.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner