Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   sun 25. desember 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Van de Beek þarf að skoða stöðuna eftir tímabilið
Donny van de Beek, miðjumaður Manchester United, hefur lítið fengið að spila frá því hann kom til félagsins fyrir tveimur árum en hann þarf að skoða sín mál eftir tímabilið.

United keypti Van de Beek frá Ajax fyrir 39 miljónir punda árið 2020 en hann hefur aðeins spilað 57 leiki fyrir enska félagið á þessum tveimur árum.

Hann var ósáttur undir stjórn Ole Gunnar Solskjær, enda fékk hann fá tækifæri til að sanna sig.

Hollendingurinn var líklega feginn þegar Erik ten Hag tók við liðinu í sumar, enda unnu þeir saman hjá Ajax, en það er sama sagan þar.

Van de Beek hefur spilað 84 mínútur í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og gæti hann þurft að endurskoða sín mál eftir þessa leiktíð.

„Ef hann spilar ekki á næstu fimm eða sex mánuðum og út tímabilið þá þarf eitthvað að breytast. Það eru margir leikir eftir og þá verður þörf á ferskum leikmönnum. Við búumst við því að hann komi af bekknum og nýti tækifærin. Þetta er erfitt þegar þú færð ekki að spila nokkra leiki í röð en bíðum og sjáum hvað gerist með Donny van de Beek,“ sagði Mikael Silvestre, fyrrum leikmaður félagsins við Betting Expert.
Athugasemdir
banner
banner
banner