Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   sun 25. desember 2022 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Viðræður við Martinelli á lokastigi - Saliba og Saka næstir

Daily Mail greindi frá því á dögunum að Arsenal væri í viðræðum við Gabriel Martinelli um nýjan samning. Brasilíski kantmaðurinn fengi þrefalt hærri launapakka en hann er á í dag og færu vikulaunin hans úr 70 þúsund pundum upp í 200 þúsund pund.


Fabrizio Romano tekur undir þessar fregnir og segir samræðurnar vera komnar á lokastig. Hann tekur þó fram að ekki sé búið að skrifa undir neinn samning.

Það eru nokkur forgangsmál hjá Arsenal þegar kemur að samningamálum. Auk Martinelli vill félagið ólmt semja við Bukayo Saka og William Saliba sem eru partur af gífurlega ungum og spennandi leikmannahópi sem spilar undir stjórn Mikel Arteta.

Arsenal er þó ekki að flýta sér neitt sérstaklega í viðræðunum við Martinelli þar sem núverandi samningur hans gildir til 2024 og í honum er möguleiki á eins árs framlengingu af hálfu félagsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner