
Slúðurpakkinn á þessum fína jóladegi er mættur og er nóg af skemmtilegum molum í enska boltanum.
Aston Villa er tilbúið að selja brasilíska sóknartengiliðinn Philippe Coutinho (30), aðeins ári eftir að hann gekk í raðir félagsins frá Barcelona. (Football Insider)
Unai Emery, stjóri Aston Villa, hefur ekki áhuga á því að vinna með argentínska markverðinum Emiliano Martínez og ætlar að reyna losa sig við hann í næsta mánuði. (Fichajes)
Liverpool gæti gefist upp í baráttunni á enska miðjumanninum Jude Bellingam (19), en félagið telur það of flókið að ganga frá viðræðunum við Borussia Dortmund(AS)
Atlético Madríd hefur náð samkomulagi við Caglar Soyuncu (26), varnarmann Leicester City. Hann gæti skrifað undir fimm ára samning við félagið í janúar, þrátt fyrir að hann verði samningslaus næsta sumar. (Nicolo Schira)
Chelsea er í bílstjórasætinu um Declan Rice (23), leikmann West Ham, en hann á aðeins átján mánuði eftir af samningi sínum við félagið. (Athletic)
Það er ekki eini leikmaðurinn sem Chelsea er að reyna við en félagið mun þurfa að gera Josko Gvardiol (20), varnarmann Leipzig, að dýrasta varnarmanni sögunnar ef félagið ætlar að landa honum í janúar. (Football London)
Liverpool og Tottenham eru meðal úrvalsdeildarliða sem eru klár í að bjóða Milan Skriniar (27), miðverði Inter, samning. (Teamtalk)
Atlético Madríd er tilbúið að leyfa Joao Felix (23) að fara frá félaginu á láni í ensku úrvalsdeildina, svo lengi sem félögin greiði laun hans. (Mirror)
Fjölmörg lið á Spáni vilja fá Bryan Gil (21) og Pape Sarr (20), leikmenn Tottenham í janúar. (Relevo)
Tottenham hefur lengi vel haft áhuga á Adama Traore (26), leikmanni Wolves, en Julen Lopetegui, stjóri Úlfanna, vill að Traore framlengi samning sinn, en núverandi samningur rennur út næsta sumar. (90min)
Brendan Rodgers, stjóri Leicester, býst ekki við því að félagið selji James Maddison (26), í janúarglugganum. (90min)
Newcastle United er að vinna í því að gera nýjan samning við brasilíska miðjumanninn Bruno Guimaraes (25). Hann mun þéna 200 þúsund pund í vikulaun. (Football Insider)
Benfica hefur boðið Nicolas Otamendi (34), nýjan tveggja ára samning, en samningur hans rennur út næsta sumar. Varnarmaðurinn vill halda áfram að spila í Evrópu en viðræðurnar við Benfica eru á byrjunarstigi. (Fabrizio Romano)
Spænski vinstri bakvörðurinn Marcos Alonso (31) mun á næstu vikum skrifa undir nýjan samning við Barcelona, en hann kom til félagsins í sumar frá Chelsea. (Mundo Deportivo)
Athugasemdir