Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   sun 25. desember 2022 12:30
Brynjar Ingi Erluson
Zidane á blaði hjá Brasiliumönnum
Zinedine Zidane
Zinedine Zidane
Mynd: EPA
Brasilíska fótboltasambandið er í leit að nýjum þjálfara fyrir karlalandsliðið en franski þjálfarinn Zinedine Zidane er einn af þeim sem kemur til greina í stöðuna. Þetta kemur fram í frönsku miðlunum í dag.

Tite hætti með brasilíska landsliðið eftir að liðið datt út í 8-liða úrslitum eftir vítakeppni gegn Króatíu.

Hann þjálfaði liðið í sex ár áður en hann ákvað að stíga til hliðar en brasilíska sambandið er núna að íhuga það að ráða erlendan mann í starfið.

Zidane hefur verið án starfs síðan á síðasta ári er hann yfirgaf Real Madrid en hann er með augun á franska landsliðinu.

Didier Deschamps hefur ekki enn tekið ákvörðun um framtíð sína en hann mun ræða við franska fótboltasambandið í janúar. Hann hefur verið þjálfari franska landsliðsins í tíu ár og gæti íhugað að kalla þetta gott.

Samkvæmt fréttum frá Frakklandi þá kemur Zidane til greina sem næsti þjálfari Brasilíu en sambandið vill ráða erlendan mann í starfið.

Zidane er ekki sagður áhugasamur um að taka við öðru landsliði en Frakklandi, en ef það gengur ekki upp þá er hann opinn fyrir því að snúa aftur til Juventus.

Massimo Allegri er þjálfari Juventus í dag og er samningsbundinn til 2025.
Athugasemdir
banner