PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
Fjölskyldan kom Arnóri skemmtilega á óvart í kveðjuleiknum - „Ómetanlegt"
Jökull: Virkilega vel unnið hjá félaginu og geggjaðir stuðningsmenn
Finnur Orri: Ég verð ekki áfram hjá FH
   lau 26. október 2024 16:53
Kári Snorrason
Benóný sló markametið: Eftir það gat ég ekki stoppað
Benóný skoraði fimm mörk í dag.
Benóný skoraði fimm mörk í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Benóný Breki Andrésson gerði sér lítið fyrir og skoraði fimm mörk í 7-0 sigri KR á HK fyrr í dag. Þar með sló Benóný markametið í efstu deild. Benóný kom í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: KR 7 -  0 HK

„Þetta var planið fyrir leik, að komast sem hæst á listann. Fimm mörk það er mjög ánægjulegt."

„Ég fékk tvö færi snemma leiks en klúðraði þeim. Þá hugsaði ég samt að þetta væri dagurinn. Síðan fékk ég þetta víti og eftir það gat ég ekki stoppað."

Sumarið hjá KR-ingum var sveiflukennt.

„Þetta var allt í lagi bara. Við hefðum getað gert miklu betur, hefðum viljað að vera í topp 6. Það var mikið af breytingum í klúbbum en enduðum vel."

Benóný hefur verið orðaður við lið í LaLiga og Bundesliga.

„Ég var alveg jafn hissa á þessu og þið. Ég opnaði símann eftir æfingu og sá þessa frétt. Þetta verður að koma betur í ljós á næstu dögum. Þetta kom mér smá á óvart. Síðan skiptir máli að hugsa ekki mikið um þetta fyrir þennan leik bara að klára mótið með stæl.

Hugurinn leitar út.

„Já hann gerir það, algjörlega. Ég þarf að velja rétt og spurning hvað það verður."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner