Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
Óli Kristjáns: Gerast verri hlutir í lífinu
Pétur Péturs: Hún er ekki lengur efnileg
Arnar Grétars: Þetta var í rauninni í alla staði mjög skrítið
Eru í þessu til að berjast um titla - „Planar ekki að skora úr hornspyrnu"
Jóhann Kristinn: Ræðst á einhverju rugli í restina
Írena skoraði beint úr hornspyrnu - „Búin að vera reyna þetta"
Steinar Þorsteins: Nýbúinn að fá krampa og heppinn að drífa á markið
Jón Þór: Eina skilyrðið sem ég setti fyrir að leyfa þessa skó var svona mark
Viktor Jóns: Loksins skorar hann
Tryggvi Hrafn: Þegar þeir skora koðnum við niður
Kjartan Henry: Það er engin klisja
Dóri Árna: Vorkenni því fólki sem greiddi sig inn á völlinn
Reynir að þakka traustið - „Heimir lætur okkur æfa alveg nóg"
Steini Eiðs: Óþarfa stress miðað við yfirburðina í leiknum
Viðar Örn: Barnalegt af mér að vera spila fyrstu 4-5 leikina
Ómar Ingi: Held að allir hafi séð nema Vilhjálmur að þetta hafi farið í hendina
Rúnar Páll er mjög spenntur: Það er gír í okkur
Jökull óánægður með varnarleikinn: Vonbrigði fyrir okkur
Talar um einbeitingaleysi - „Það er ástæðan afhverju við erum í veseni“
Snýst ekki um að bíða eftir sigrinum - „Mæta á æfingar og æfa vel“
   fim 27. júní 2024 22:20
Brynjar Ingi Erluson
Rúnar Kristins: Lífsnauðsynlegur sigur
Rúnar Kristinsson
Rúnar Kristinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram í Bestu-deild karla, segir 3-1 sigurinn á Vestra á Ísafirði í dag lífsnauðsynlegan, en þetta var fyrsti sigur liðsins síðan 5. maí.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  3 Fram

Framarar höfðu gengið í gegnum erfiðan kafla á Íslandsmótinu. Liðið hafði verið að sækja stig hér og þar, en vantaði aðeins upp á til að ná í sigra.

Frammistaðan gegn Vestra var frábær og kom liðið sér upp í 6. sæti deildarinnar með honum.

Fréttaritari Fótbolta.net hóf viðtalið við Rúnar á að tala um draumadag fyrir vestan á fallegasta stað landsins og tók þjálfarinn undir það.

„Það er hárrétt hjá þér. Þetta er einn fallegasti staður landsins. Yndislegt að koma hingað og Kubbur tók vel á móti okkur í morgun og sólin búin að vera hérna þó það hafi verið dálítið lágskýjað og léttskýjað þá var sólin að skína þegar leikurinn byrjaði. Búinn að vera yndislegur dagur, frábært að taka þrjú stig og við spiluðum frábæran fótboltaleik hérna,“ sagði Rúnar við Fótbolta.net.

Vestra-menn byrjuðu leikinn af krafti en Fram tók öll völd eftir fyrsta markið. Var þetta eins og að spila æfingaleik við 3. flokk?

„Ég segi kannski ekki 3. flokk en við vorum öflugir, héldum boltanum vel og spiluðum góðan fótbolta. Fyrsta markið er skyndisókn eftir þeirra hornspyrnu, annað markið í rauninni bara langur bolti frá Óla í gegnum alla vörnina og Már skorar. Þriðja markið kemur eftir fast leikatriði og einhvern seinni bolta.“

„Það sem pirrar mig mest er að við skoruðum ekki úr opnum dauðafærum og nokkur sem við sköpuðum. Leiðinlegt að nýta þau ekki betur og maður þarf að hugsa um markatölu og annað slíkt í svona móti. Maður veit aldrei hvort hún geti ekki hjálpað manni og það pirraði mig mest að fá mark í andlitið í restina þegar leikurinn var nánast búinn og við höfum ekki verið búinn að skora alla vega fimm eða sex mörk, því færin voru svo sannarlega til staðar.“


Rúnar segir þetta ekki hafa verið ósvipað og Vals-leikurinn sem Vestri spilaði á dögunum.

„Þetta er ekkert ósvipað Valsleiknum hjá þeim. Meðan staðan var jöfn er erfitt að opna þá en um leið og við vorum komnir yfir og tala nú ekki um þegar við fáum annað markið mjög fljótlega þá virtist aðeins rakna upp og menn fóru úr stöðum. Þá opnuðust svæði og við nýttum okkur það og fyrir vikið ertu rólegri á boltann þegar þú ert 2-0 yfir. Ég var virkilega ánægður hvernig strákarnir höndluðu það, eins og ég sé aldrei sáttur en við hefðum getað gert margt betur. Við vorum samt satt besta segja mjög góðir í dag.“

Eins og áður kom fram höfðu Framarar ekki unnið deildarleik síðan 5. maí en hann segir þennan sigur lífsnauðsynlegan fyrir framhaldið.

„Við sýndum í upphafi móts og aftur í dag að við getum þetta alveg og menn mega ekki missa trúna þó það komi slæmt tímabil. Við höfum gengið í gegnum erfitt tímabil og fengið fá stig úr síðustu fimm eða sex leikjum í deildinni. Rýr uppskera en þetta hjálpar mikið að byrja síðari umferðina svona og lífsnauðsynlegur sigur. Tap í dag þá hefðum við verið jafnir Vestra nánast á stigum og verið í bullandi fallbaráttu. Við getum aðeins andað léttar í smá tíma og reynt að spá í spilin. Við eigum erfiðan leik á sunnudaginn og vonandi getum við haldið áfram að spila eins og við gerðum í dag og sýna þennan vilja sem var til staðar. Hlaupin voru mikil, baráttan góð og þurftum virkilega á því að halda gegn svona sterku Vestra-liði svona sérstaklega á meðan leikurinn var jafn,“ sagði Rúnar í lok viðtals.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 13 9 3 1 32 - 13 +19 30
2.    Breiðablik 13 8 2 3 27 - 15 +12 26
3.    Valur 13 7 4 2 32 - 18 +14 25
4.    ÍA 12 6 2 4 24 - 17 +7 20
5.    FH 12 6 2 4 22 - 21 +1 20
6.    Fram 12 4 4 4 18 - 18 0 16
7.    Stjarnan 13 5 1 7 24 - 28 -4 16
8.    KR 12 3 4 5 22 - 24 -2 13
9.    HK 12 4 1 7 15 - 23 -8 13
10.    KA 12 3 2 7 19 - 28 -9 11
11.    Vestri 12 3 1 8 15 - 31 -16 10
12.    Fylkir 12 2 2 8 18 - 32 -14 8
Athugasemdir
banner
banner
banner