Real Madrid vill Enzo og Huijsen - Liverpool, Arsenal og Man Utd hafa áhuga á Gibbs-White - Sane orðaður við Liverpool
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
   fim 27. júní 2024 22:20
Brynjar Ingi Erluson
Rúnar Kristins: Lífsnauðsynlegur sigur
Rúnar Kristinsson
Rúnar Kristinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram í Bestu-deild karla, segir 3-1 sigurinn á Vestra á Ísafirði í dag lífsnauðsynlegan, en þetta var fyrsti sigur liðsins síðan 5. maí.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  3 Fram

Framarar höfðu gengið í gegnum erfiðan kafla á Íslandsmótinu. Liðið hafði verið að sækja stig hér og þar, en vantaði aðeins upp á til að ná í sigra.

Frammistaðan gegn Vestra var frábær og kom liðið sér upp í 6. sæti deildarinnar með honum.

Fréttaritari Fótbolta.net hóf viðtalið við Rúnar á að tala um draumadag fyrir vestan á fallegasta stað landsins og tók þjálfarinn undir það.

„Það er hárrétt hjá þér. Þetta er einn fallegasti staður landsins. Yndislegt að koma hingað og Kubbur tók vel á móti okkur í morgun og sólin búin að vera hérna þó það hafi verið dálítið lágskýjað og léttskýjað þá var sólin að skína þegar leikurinn byrjaði. Búinn að vera yndislegur dagur, frábært að taka þrjú stig og við spiluðum frábæran fótboltaleik hérna,“ sagði Rúnar við Fótbolta.net.

Vestra-menn byrjuðu leikinn af krafti en Fram tók öll völd eftir fyrsta markið. Var þetta eins og að spila æfingaleik við 3. flokk?

„Ég segi kannski ekki 3. flokk en við vorum öflugir, héldum boltanum vel og spiluðum góðan fótbolta. Fyrsta markið er skyndisókn eftir þeirra hornspyrnu, annað markið í rauninni bara langur bolti frá Óla í gegnum alla vörnina og Már skorar. Þriðja markið kemur eftir fast leikatriði og einhvern seinni bolta.“

„Það sem pirrar mig mest er að við skoruðum ekki úr opnum dauðafærum og nokkur sem við sköpuðum. Leiðinlegt að nýta þau ekki betur og maður þarf að hugsa um markatölu og annað slíkt í svona móti. Maður veit aldrei hvort hún geti ekki hjálpað manni og það pirraði mig mest að fá mark í andlitið í restina þegar leikurinn var nánast búinn og við höfum ekki verið búinn að skora alla vega fimm eða sex mörk, því færin voru svo sannarlega til staðar.“


Rúnar segir þetta ekki hafa verið ósvipað og Vals-leikurinn sem Vestri spilaði á dögunum.

„Þetta er ekkert ósvipað Valsleiknum hjá þeim. Meðan staðan var jöfn er erfitt að opna þá en um leið og við vorum komnir yfir og tala nú ekki um þegar við fáum annað markið mjög fljótlega þá virtist aðeins rakna upp og menn fóru úr stöðum. Þá opnuðust svæði og við nýttum okkur það og fyrir vikið ertu rólegri á boltann þegar þú ert 2-0 yfir. Ég var virkilega ánægður hvernig strákarnir höndluðu það, eins og ég sé aldrei sáttur en við hefðum getað gert margt betur. Við vorum samt satt besta segja mjög góðir í dag.“

Eins og áður kom fram höfðu Framarar ekki unnið deildarleik síðan 5. maí en hann segir þennan sigur lífsnauðsynlegan fyrir framhaldið.

„Við sýndum í upphafi móts og aftur í dag að við getum þetta alveg og menn mega ekki missa trúna þó það komi slæmt tímabil. Við höfum gengið í gegnum erfitt tímabil og fengið fá stig úr síðustu fimm eða sex leikjum í deildinni. Rýr uppskera en þetta hjálpar mikið að byrja síðari umferðina svona og lífsnauðsynlegur sigur. Tap í dag þá hefðum við verið jafnir Vestra nánast á stigum og verið í bullandi fallbaráttu. Við getum aðeins andað léttar í smá tíma og reynt að spá í spilin. Við eigum erfiðan leik á sunnudaginn og vonandi getum við haldið áfram að spila eins og við gerðum í dag og sýna þennan vilja sem var til staðar. Hlaupin voru mikil, baráttan góð og þurftum virkilega á því að halda gegn svona sterku Vestra-liði svona sérstaklega á meðan leikurinn var jafn,“ sagði Rúnar í lok viðtals.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner