Cunha færist nær Man Utd - Manchester liðin vilja Costa - Aston Villa íhugar að selja Ollie Watkins
Magnús Már: Það eru einhver nöfn á borðinu
Jón Þór: Vallarmálin á Akranesi mjög vandræðaleg og leiðinleg
Óskar Hrafn: Eru ekki einhver súkkulaði
Donni: Sigurmarkið var bara óvart
Sigurmarkið ekki „kúla beint í skeytin" - „Skot eins og Bríet segir örugglega sjálf"
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
   fim 28. apríl 2022 22:26
Brynjar Ingi Erluson
Arnar: Eðlilegt að þegar þú ert 4-0 yfir að þú viljir gera tíu mörk í hverri einustu sókn
Arnar Gunnlaugsson og Kristall Máni Ingason
Arnar Gunnlaugsson og Kristall Máni Ingason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R, var ánægður með 4-1 sigurinn á Keflavík í Bestu deildinni í kvöld en sagði það sárt að hafa fengið mark á sig undir lokin.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  1 Keflavík

Víkingar náðu að svara ágætlega fyrir 3-0 tapið gegn ÍA í síðustu umferð og skoraði liðið fjögur mörk í fyrri hálfleiknum gegn Keflavík í kvöld.

Hann sá meiri kraft í liðinu og var í heildina afar ánægður með framlagið.

„Ég myndi segja það, já. Hrikalega öflug frammistaða og í fyrri hálfleik settum við tóninn og virkilega kraftmiklir og aggresífir og við hefðum svosem geta skorað fleiri mörk. Keflavík varð fyrir áfalli í upphitun fyrir leikinn og misstu fyrirliðann sinn og svo markmanninn, þeir voru mjög særðir og við gengum á lagið," sagði Arnar.

Adam Árni Róbertsson skoraði mark fyrir Keflavík undir lok leiks en hann var svekktur með að liðið hafi ekki náð að halda hreinu en fagnar samt góðum sigri.

„Já, auðvitað. 4-1 sigur á heimavelli er virkilega sterkt. Maður hefði viljað vera gráðugri og skora fleiri mörk í seinni en frammistaðan í seinni var samt mjög fagmannleg alveg fram í lokin. Það er eðlilegt þegar þú ert 4-0 yfir í hálfleik að þú viljir gera tíu mörk í hverri einustu sókn. Mér fannst við geta haldið boltanum betur og látið þá hlaupa en skil mjög vel að menn vilja láta ljós sitt skína."

„Það er það. Ég er búinn að sjá markið aftur, það var klaufalegt en virkilega vel afgreitt hjá Keflvíkingnum en mjög klaufalegur varnarleikur hjá okkur en fyrir varnarmenn og markmenn er það mjög sárt að halda ekki hreinu en að vinna 4-1 er mjög sterkt."


Víkingar eru hvað sterkastir í því að vinna boltann hátt uppi og keyra á andstæðingana og var Arnar ánægður með hvernig það gekk upp í dag.

„Ég er búinn að bíða lengur eftir svona mörkum í vetur. Við höfum ekki fengið mikið af 'transition' mörkum. Svo kom eitt á móti FH, fyrsta markið og nokkur mörk í dag. Þetta er okkar leikur, vinna boltann hátt uppi og keyra á andstæðingana og mjög ánægður að fá það aftur í okkar leik," sagði hann ennfremur en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir